Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. maí 2017 20:00 Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggismálum sem stödd er hér á landi. Hún segir mikinn skort á sérfræðingum í tölvuöryggismálum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim fyrr í þessum mánuði og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslinu. Árásirnar höfðu áhrif á líf þúsunda. Paula Januszkiewicz er einn helsti sérfræðingur í heimi í tölvuöryggismálum. Hún starfar um allan heim við ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna á sviði tölvuöryggismála. Þá starfar hún sem ráðgjafi hjá Microsoft. Að undanförnu hefur hún, í samstarfi við Promennt á Íslandi, séð um fræðslu um tölvuöryggi fyrir íslensk fyrirtæki. Paula segir að það sé áhyggjuefni hvað fáir séu sérhæfðir í töluöryggismálum í heiminum í dag. „Það er mikill skortur á hæfileikafólki því okkur vantar sérfræðinga til að starfa hjá fyrirtækjum. Financial Times segir að við þurfum um 6 milljón öryggissérfræðinga fyrir 2019. Miðað við þá menntastefnu sem er við lýði um þessar mundir sjáum við að nauðsynlegt er að við menntum okkur í Netöryggi. Árið 2019 munum við hafa 4,5 milljón sérfræðinga. Okkur skortir því 1,5 milljón fótgönguliða,“ segir Paula. Paula segir að tölvuárásir séu að verða algengari. Það þurfi að bregðast við, ekki síst á Íslandi. „Það er jafnvel líklegra að Ísland verði fyrir árás Netglæpamanna en aðrir og það er einföld skýring á því. Landið ykkar er ekki eitt það fátækasta í heiminum. Því er vilji til að greiða lausnargjald fyrir gögn sem verða dulkóðuð. Efnað fólk er líklegra til að greiða fyrir að fá gögnin sín til baka.“ Mikilvægt sé að fyrirtæki sjái til þess að starfsfólk á þessu sviði sé með næga þekkingu á öryggismálum. „Þá verða menn viðbúnari hugsanlegri árárs á fyrirtæki.Þannig berjumst við gegn þessu.Við verðum að vera meðvituð um það sem getur gerst svo við getum gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast ógn.“ Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggismálum sem stödd er hér á landi. Hún segir mikinn skort á sérfræðingum í tölvuöryggismálum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim fyrr í þessum mánuði og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslinu. Árásirnar höfðu áhrif á líf þúsunda. Paula Januszkiewicz er einn helsti sérfræðingur í heimi í tölvuöryggismálum. Hún starfar um allan heim við ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna á sviði tölvuöryggismála. Þá starfar hún sem ráðgjafi hjá Microsoft. Að undanförnu hefur hún, í samstarfi við Promennt á Íslandi, séð um fræðslu um tölvuöryggi fyrir íslensk fyrirtæki. Paula segir að það sé áhyggjuefni hvað fáir séu sérhæfðir í töluöryggismálum í heiminum í dag. „Það er mikill skortur á hæfileikafólki því okkur vantar sérfræðinga til að starfa hjá fyrirtækjum. Financial Times segir að við þurfum um 6 milljón öryggissérfræðinga fyrir 2019. Miðað við þá menntastefnu sem er við lýði um þessar mundir sjáum við að nauðsynlegt er að við menntum okkur í Netöryggi. Árið 2019 munum við hafa 4,5 milljón sérfræðinga. Okkur skortir því 1,5 milljón fótgönguliða,“ segir Paula. Paula segir að tölvuárásir séu að verða algengari. Það þurfi að bregðast við, ekki síst á Íslandi. „Það er jafnvel líklegra að Ísland verði fyrir árás Netglæpamanna en aðrir og það er einföld skýring á því. Landið ykkar er ekki eitt það fátækasta í heiminum. Því er vilji til að greiða lausnargjald fyrir gögn sem verða dulkóðuð. Efnað fólk er líklegra til að greiða fyrir að fá gögnin sín til baka.“ Mikilvægt sé að fyrirtæki sjái til þess að starfsfólk á þessu sviði sé með næga þekkingu á öryggismálum. „Þá verða menn viðbúnari hugsanlegri árárs á fyrirtæki.Þannig berjumst við gegn þessu.Við verðum að vera meðvituð um það sem getur gerst svo við getum gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast ógn.“
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira