Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. maí 2017 20:00 Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggismálum sem stödd er hér á landi. Hún segir mikinn skort á sérfræðingum í tölvuöryggismálum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim fyrr í þessum mánuði og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslinu. Árásirnar höfðu áhrif á líf þúsunda. Paula Januszkiewicz er einn helsti sérfræðingur í heimi í tölvuöryggismálum. Hún starfar um allan heim við ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna á sviði tölvuöryggismála. Þá starfar hún sem ráðgjafi hjá Microsoft. Að undanförnu hefur hún, í samstarfi við Promennt á Íslandi, séð um fræðslu um tölvuöryggi fyrir íslensk fyrirtæki. Paula segir að það sé áhyggjuefni hvað fáir séu sérhæfðir í töluöryggismálum í heiminum í dag. „Það er mikill skortur á hæfileikafólki því okkur vantar sérfræðinga til að starfa hjá fyrirtækjum. Financial Times segir að við þurfum um 6 milljón öryggissérfræðinga fyrir 2019. Miðað við þá menntastefnu sem er við lýði um þessar mundir sjáum við að nauðsynlegt er að við menntum okkur í Netöryggi. Árið 2019 munum við hafa 4,5 milljón sérfræðinga. Okkur skortir því 1,5 milljón fótgönguliða,“ segir Paula. Paula segir að tölvuárásir séu að verða algengari. Það þurfi að bregðast við, ekki síst á Íslandi. „Það er jafnvel líklegra að Ísland verði fyrir árás Netglæpamanna en aðrir og það er einföld skýring á því. Landið ykkar er ekki eitt það fátækasta í heiminum. Því er vilji til að greiða lausnargjald fyrir gögn sem verða dulkóðuð. Efnað fólk er líklegra til að greiða fyrir að fá gögnin sín til baka.“ Mikilvægt sé að fyrirtæki sjái til þess að starfsfólk á þessu sviði sé með næga þekkingu á öryggismálum. „Þá verða menn viðbúnari hugsanlegri árárs á fyrirtæki.Þannig berjumst við gegn þessu.Við verðum að vera meðvituð um það sem getur gerst svo við getum gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast ógn.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Ísland er líklegra til að verða fyrir netárásum en mörg önnur lönd. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggismálum sem stödd er hér á landi. Hún segir mikinn skort á sérfræðingum í tölvuöryggismálum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim fyrr í þessum mánuði og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslinu. Árásirnar höfðu áhrif á líf þúsunda. Paula Januszkiewicz er einn helsti sérfræðingur í heimi í tölvuöryggismálum. Hún starfar um allan heim við ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna á sviði tölvuöryggismála. Þá starfar hún sem ráðgjafi hjá Microsoft. Að undanförnu hefur hún, í samstarfi við Promennt á Íslandi, séð um fræðslu um tölvuöryggi fyrir íslensk fyrirtæki. Paula segir að það sé áhyggjuefni hvað fáir séu sérhæfðir í töluöryggismálum í heiminum í dag. „Það er mikill skortur á hæfileikafólki því okkur vantar sérfræðinga til að starfa hjá fyrirtækjum. Financial Times segir að við þurfum um 6 milljón öryggissérfræðinga fyrir 2019. Miðað við þá menntastefnu sem er við lýði um þessar mundir sjáum við að nauðsynlegt er að við menntum okkur í Netöryggi. Árið 2019 munum við hafa 4,5 milljón sérfræðinga. Okkur skortir því 1,5 milljón fótgönguliða,“ segir Paula. Paula segir að tölvuárásir séu að verða algengari. Það þurfi að bregðast við, ekki síst á Íslandi. „Það er jafnvel líklegra að Ísland verði fyrir árás Netglæpamanna en aðrir og það er einföld skýring á því. Landið ykkar er ekki eitt það fátækasta í heiminum. Því er vilji til að greiða lausnargjald fyrir gögn sem verða dulkóðuð. Efnað fólk er líklegra til að greiða fyrir að fá gögnin sín til baka.“ Mikilvægt sé að fyrirtæki sjái til þess að starfsfólk á þessu sviði sé með næga þekkingu á öryggismálum. „Þá verða menn viðbúnari hugsanlegri árárs á fyrirtæki.Þannig berjumst við gegn þessu.Við verðum að vera meðvituð um það sem getur gerst svo við getum gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast ógn.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira