Gera upp Krá okkar allra: „Við erum klárlega að fara að halda í hjartað í húsinu“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 12:00 Húsið hefur farið illa vegna leka í þaki. Þá þarfeinnig að skoða glugga og burðarvirki hússins. Raphaël Gianelli Meriano Í vor tóku nýir eigendur við Vagninum, þekktri krá á Flateyri sem oft hefur verið nefnd krá allra landsmanna. Staðurinn á sína sögu og hefur lengi verið hluti af bæjarlífi íbúa. Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands hafa spilað þarna og haldið uppi fjöri og sálarhlýju, þeirra á meðal Múgison. Nú er svo komið að staðurinn þarfnast viðhalds. Þakið lekur og ýmislegt, sem áður var nýtt og fallegt, er nú orðið lúið. Sett hefur verið á stað söfnun á Karolina fund til að fjármagna viðhaldið. Eigendur staðarins segja þetta hafa verið spurningu um hvort ætti að rífa húsnæðið eða endurreisa Vagninn. Þau segja að svarið hafi verið auðvelt. Vagninn skildi aftur rísa til fornrar frægðar.Fengu gæsahúð af þakklætiSara Jónsdóttir, innanhúshönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, er einn eigandi staðarins en alls eru þrjú pör sem standa að rekstrinum. Húsið er frá 1896 og þurfti mikið viðhald. Hún segir þetta vera samfélagsverkefni og allir hjálpist að. „Þetta er mikilvægur staður fyrir þennan bæ og nærliggjandi bæi líka. Síðan kom að máli við mig Brynhildur Einarsdóttir en hún er Flateyringur sem býr í Reykjavík, og þá höfðu nokkrir Flateyringar talað sig saman um að þeim langaði að leggja þessu lið. Svo söfnunarhugmyndin kemur frá þeim sem er magnað. Við fengum gæsahúð af þakklæti. Þetta gerist sjaldnast í Reykjavík og það er eitthvað bara alveg sérstakt hérna á Flateyri, hvað fólk stendur þétt saman,“ segir Sara í samtali við Vísi.Framkvæmdir eru nú þegar hafnar. Þegar hafa fundist gamlar og fallegar fjalir sem hægt er að endurnýta.Raphaël Gianelli MerianoEkki gifsplötuhöll Sara og maðurinn hennar, Hálfdán Lárus Pedersen, eru bæði innanhúshönnuðir og hafa meðal annars komið að hönnun Kex hostel og Brauð og Co. Þau ætla sér að halda í hjarta hússins. Sara nefnir að húsið hafi hins vegar verið afar illa farið vegna leka í þaki. Þá þurfi einnig að skoða glugga og burðarvirki hússins. „Það er búið að breyta staðnum fram og til baka í gegnum tíðina. Þetta er hús sem hvar byggt í nokkrum hlutum og hefur verið ýmislegt svo upprunalegar innréttingar eru svo sem ekki margar. Við erum að fara að leita að upprunanum á bak við plötur og sjá hvað húsið hefur að geyma. Við erum ekki að fara að gera einhverjar gifsplötuhöll. Við erum klárlega að fara að halda í hjartað í húsinu og vinna út frá því,“ segir Sara í samtali við Vísi. Kvikmyndagerðarmenn, nuddari og innanhúshönnuður Alls standa þrjú pör að rekstrinum. Auk Söru eru þau Geir Magnússon, ljósameistari í kvikmyndagerð, Ragnheiður Ólafsdóttir nuddari, Hálfdán Lárus leikmyndahönnuður auk þess að vera innanhúshönnuður, Sindri Páll Kjartansson kvikmyndagerðarmaður og pródúsent og Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir,pródúsent í eftirvinnslu kvikmyndageirans.Miklar framkvæmdir eru fram undan og því geta áhugasamir lagt verkefninu lið og aðstoðað við uppbyggingu á einni perlu bæjarins. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
Í vor tóku nýir eigendur við Vagninum, þekktri krá á Flateyri sem oft hefur verið nefnd krá allra landsmanna. Staðurinn á sína sögu og hefur lengi verið hluti af bæjarlífi íbúa. Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands hafa spilað þarna og haldið uppi fjöri og sálarhlýju, þeirra á meðal Múgison. Nú er svo komið að staðurinn þarfnast viðhalds. Þakið lekur og ýmislegt, sem áður var nýtt og fallegt, er nú orðið lúið. Sett hefur verið á stað söfnun á Karolina fund til að fjármagna viðhaldið. Eigendur staðarins segja þetta hafa verið spurningu um hvort ætti að rífa húsnæðið eða endurreisa Vagninn. Þau segja að svarið hafi verið auðvelt. Vagninn skildi aftur rísa til fornrar frægðar.Fengu gæsahúð af þakklætiSara Jónsdóttir, innanhúshönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, er einn eigandi staðarins en alls eru þrjú pör sem standa að rekstrinum. Húsið er frá 1896 og þurfti mikið viðhald. Hún segir þetta vera samfélagsverkefni og allir hjálpist að. „Þetta er mikilvægur staður fyrir þennan bæ og nærliggjandi bæi líka. Síðan kom að máli við mig Brynhildur Einarsdóttir en hún er Flateyringur sem býr í Reykjavík, og þá höfðu nokkrir Flateyringar talað sig saman um að þeim langaði að leggja þessu lið. Svo söfnunarhugmyndin kemur frá þeim sem er magnað. Við fengum gæsahúð af þakklæti. Þetta gerist sjaldnast í Reykjavík og það er eitthvað bara alveg sérstakt hérna á Flateyri, hvað fólk stendur þétt saman,“ segir Sara í samtali við Vísi.Framkvæmdir eru nú þegar hafnar. Þegar hafa fundist gamlar og fallegar fjalir sem hægt er að endurnýta.Raphaël Gianelli MerianoEkki gifsplötuhöll Sara og maðurinn hennar, Hálfdán Lárus Pedersen, eru bæði innanhúshönnuðir og hafa meðal annars komið að hönnun Kex hostel og Brauð og Co. Þau ætla sér að halda í hjarta hússins. Sara nefnir að húsið hafi hins vegar verið afar illa farið vegna leka í þaki. Þá þurfi einnig að skoða glugga og burðarvirki hússins. „Það er búið að breyta staðnum fram og til baka í gegnum tíðina. Þetta er hús sem hvar byggt í nokkrum hlutum og hefur verið ýmislegt svo upprunalegar innréttingar eru svo sem ekki margar. Við erum að fara að leita að upprunanum á bak við plötur og sjá hvað húsið hefur að geyma. Við erum ekki að fara að gera einhverjar gifsplötuhöll. Við erum klárlega að fara að halda í hjartað í húsinu og vinna út frá því,“ segir Sara í samtali við Vísi. Kvikmyndagerðarmenn, nuddari og innanhúshönnuður Alls standa þrjú pör að rekstrinum. Auk Söru eru þau Geir Magnússon, ljósameistari í kvikmyndagerð, Ragnheiður Ólafsdóttir nuddari, Hálfdán Lárus leikmyndahönnuður auk þess að vera innanhúshönnuður, Sindri Páll Kjartansson kvikmyndagerðarmaður og pródúsent og Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir,pródúsent í eftirvinnslu kvikmyndageirans.Miklar framkvæmdir eru fram undan og því geta áhugasamir lagt verkefninu lið og aðstoðað við uppbyggingu á einni perlu bæjarins.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira