Frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglan segir aðeins að slysið sé í rannsókn.
Uppfært 18:26 Fjórir voru í bílnum sem valt samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi. Vinna á vettvangi er sögð enn í gangi.
Uppfært 19:07 Erlend ferðakona var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Þyrlan lenti í Fossvogi skömmu fyrir kl. 19. Hinir þrír sem voru í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi, samkvæmt upplýsingum lögreglu.
Uppfært 19:46 Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var hálendisvakt björgunarsveitanna fyrst á slysstað í dag en liðsmenn hennar voru þá í grenndinni. Unnu björgunarsveitarmennirnir áfram með neyðaraðilum á vettvangi. Tilkynningunni fylgdu myndir sem björgunarsveitarmenn tóku og sýna að bifreiðin sem valt virðist vera jeppi.
