Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi í Öræfasveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:05 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Google maps Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða dóm yfir 28 ára gömlum kínverskum ferðamanni fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú í Öræfasveit um jólin 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn en Kínverjinn var sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun.Birtingarmynd vaxtarverkja „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ sagði Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks mannsins, þegar dómur féll í héraði í mars í fyrra. Maðurinn var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ sagði Eva. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London.Lengri dvöl hefði sett allt í uppnám „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Tengdar fréttir Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. 17. mars 2016 07:00 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun kínverskan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn játaði sök en hann fór af landi brott á laugardag. 16. mars 2016 11:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða dóm yfir 28 ára gömlum kínverskum ferðamanni fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú í Öræfasveit um jólin 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn en Kínverjinn var sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun.Birtingarmynd vaxtarverkja „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ sagði Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks mannsins, þegar dómur féll í héraði í mars í fyrra. Maðurinn var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ sagði Eva. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London.Lengri dvöl hefði sett allt í uppnám „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt.
Tengdar fréttir Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. 17. mars 2016 07:00 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun kínverskan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn játaði sök en hann fór af landi brott á laugardag. 16. mars 2016 11:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. 17. mars 2016 07:00
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun kínverskan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn játaði sök en hann fór af landi brott á laugardag. 16. mars 2016 11:52