Jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa ríkisstjórnarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 14:30 Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar Vísir/Anton Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar fyrir ríkisstjórninni. Stefnt er á því að á þessu ári verði jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa sem ráðherrar leggja fram og sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Innleiðingaráætlunin sem nú er unnið eftir var samþykkt í ríkisstjórn 19. júní 2015 og gildir til ársins 2019 og hefur sérstök verkefnisstjórn heildarumsjón með innleiðingu, framvindu og eftirliti með framkvæmd. Fulltrúar allra ráðuneyta sitja í verkefnisstjórninni. Helstu markmið með áætluninni er að samþætta kynjaða fjárlagagerð við stefnumótun og ákvarðanatöku. Samkvæmt frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, verður þetta meðal annars gert með því að horfa til kynjasjónarmiða við gerð lagafrumvarpa og við ráðstöfun opinbers fjár. Samkvæmt áætluninni skal hvert ráðuneyti framkvæma jafnréttismat á frumvörpum sem talin eru hafa miðlungs eða mikil áhrif á stöðu kynjanna. Innan allra ráðuneyta er sömuleiðis unnið að því að greina ákveðið málefnasvið eða málaflokk út frá kynjasjónarmiðum og úrbætur lagðar til ef þörf á. Kyngreind gögn eru ein af lykilforsendum árangursríkrar innleiðingar og því er lagt kapp á að bæta aðgengi að þeim. Jafnréttismat á lagafrumvörpum þarf að gera hvort heldur sem áhrif þess koma fram á tekju- eða útgjaldahlið frumvarpsins enda hefur öflun opinbers fjár ekki síður áhrif en ráðstöfun þess. Sem dæmi hefur uppbygging skattkerfis mismunandi áhrif á kynin að mörgu leyti þrátt fyrir að löggjöfin sem slík miðist við að sama gildi fyrir kynin. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hófst hér á landi árið 2009. Leiðarljós innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar er að með kynjaðri fjárlagagerð haldist réttlæti og sanngirni í hendur við efnahagslega velferð. „Ákvarðanir hins opinbera hafa áhrif á val og kosti einstaklinga svo sem varðandi búsetu, nám, atvinnuþátttöku og ótal margt fleira. Í ljósi þess að kynin búa enn við ólíkar aðstæður í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum skilningi þá er ávinningur af kynjaðri fjárlagagerð margvíslegur þótt megintilgangur aðferðafræðinnar sé aukið jafnrétti. Greining kynjaáhrifa stuðlar að upplýstari ákvarðanatöku sem getur leitt til betri nýtingar á opinberu fé og bættrar efnahagsstjórnar,“ segir í frétt ráðuneytisins. Kynjuð fjárlagagerð var lögfest með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 en þar segir: 18. gr. Kynjuð fjárlagagerð og jafnrétti. Ráðherra, í samráði við ráðherra jafnréttismála, hefur forustu um að gerð verði áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skal til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal gerð grein fyrir áhrifum þess á markmið um jafna stöðu karla og kvenna. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar fyrir ríkisstjórninni. Stefnt er á því að á þessu ári verði jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa sem ráðherrar leggja fram og sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Innleiðingaráætlunin sem nú er unnið eftir var samþykkt í ríkisstjórn 19. júní 2015 og gildir til ársins 2019 og hefur sérstök verkefnisstjórn heildarumsjón með innleiðingu, framvindu og eftirliti með framkvæmd. Fulltrúar allra ráðuneyta sitja í verkefnisstjórninni. Helstu markmið með áætluninni er að samþætta kynjaða fjárlagagerð við stefnumótun og ákvarðanatöku. Samkvæmt frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, verður þetta meðal annars gert með því að horfa til kynjasjónarmiða við gerð lagafrumvarpa og við ráðstöfun opinbers fjár. Samkvæmt áætluninni skal hvert ráðuneyti framkvæma jafnréttismat á frumvörpum sem talin eru hafa miðlungs eða mikil áhrif á stöðu kynjanna. Innan allra ráðuneyta er sömuleiðis unnið að því að greina ákveðið málefnasvið eða málaflokk út frá kynjasjónarmiðum og úrbætur lagðar til ef þörf á. Kyngreind gögn eru ein af lykilforsendum árangursríkrar innleiðingar og því er lagt kapp á að bæta aðgengi að þeim. Jafnréttismat á lagafrumvörpum þarf að gera hvort heldur sem áhrif þess koma fram á tekju- eða útgjaldahlið frumvarpsins enda hefur öflun opinbers fjár ekki síður áhrif en ráðstöfun þess. Sem dæmi hefur uppbygging skattkerfis mismunandi áhrif á kynin að mörgu leyti þrátt fyrir að löggjöfin sem slík miðist við að sama gildi fyrir kynin. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hófst hér á landi árið 2009. Leiðarljós innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar er að með kynjaðri fjárlagagerð haldist réttlæti og sanngirni í hendur við efnahagslega velferð. „Ákvarðanir hins opinbera hafa áhrif á val og kosti einstaklinga svo sem varðandi búsetu, nám, atvinnuþátttöku og ótal margt fleira. Í ljósi þess að kynin búa enn við ólíkar aðstæður í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum skilningi þá er ávinningur af kynjaðri fjárlagagerð margvíslegur þótt megintilgangur aðferðafræðinnar sé aukið jafnrétti. Greining kynjaáhrifa stuðlar að upplýstari ákvarðanatöku sem getur leitt til betri nýtingar á opinberu fé og bættrar efnahagsstjórnar,“ segir í frétt ráðuneytisins. Kynjuð fjárlagagerð var lögfest með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 en þar segir: 18. gr. Kynjuð fjárlagagerð og jafnrétti. Ráðherra, í samráði við ráðherra jafnréttismála, hefur forustu um að gerð verði áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skal til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal gerð grein fyrir áhrifum þess á markmið um jafna stöðu karla og kvenna.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira