Meðaldvöl í Kvennaathvarfinu aldrei verið lengri Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2017 08:53 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Vísir/Pjetur 195 dvöldu íbúar í Kvennaathvarfinu á árinu sem nú er nýliðið – 116 konur og 79 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá athvarfinu en þar segir einnig að 234 konur hafi komið í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Að meðaltali dvöldu átján íbúar í húsinu á degi hverjum, níu konur og níu börn. Aðeins einu sinni í 34 ára sögu athvarfsins hefur þetta meðaltal verið hærra. „Konur og börn dvöldu í allt frá einum degi upp í 205 daga. Konur dvöldu að meðaltali í 28 daga í athvarfinu og hefur meðaldvöl aldrei verið lengri. Konur með börn dvöldu alla jafna lengur en barnlausu konurnar en að meðaltali dvaldi hvert barn í athvarfinu í 41 dag sem verður að teljast æði löng dvöl í neyðarathvarfi. Um það bil þriðjungur barnanna dvaldi í athvarfinu í meira en sex vikur. Húsnæðismarkaðurinn er konunum erfiður, ekki síst erlendum konum með börn sem skýrir að talsverðu leyti þennan langa dvalartíma. Konurnar sem komu í athvarfið, í viðtal eða dvöl, voru á aldrinum 15 til 86 ára, meðalaldur 35 ár. Þær koma upprunanlega frá 39 löndum en um 70% eru íslenskar. Rúmlega helmingur dvalarkvenna eru af erlendum uppruna og dvelja þær alla jafna lengur í athvarfinu en íslenskar konur. Börnin í athvarfinu voru allt frá því að vera nokkurra daga gömul og komu sum þeirra beint af fæðingadeildinni. Rúmlega 70% kvennanna koma af höfuðborgarsvæðinu. Konurnar voru, líkt og fyrri ár oftast að flýja ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna (30%), sambýlismanna (13%) eða fyrrverandi eigin- og sambýlismenn (8% og 16%). Um 80% ofbeldismannana eru Íslendingar. Ofbeldismennirnir voru á aldrinum 18-82 ára, meðalaldur þeirra er 42 ár. Færri konur en áður fóru úr athvarfinu heim til ofbeldismannsins og heldur fleiri fóru í nýtt húsnæði. Hins vegar fóru flestar konur úr dvöl til fjölskyldu og þar af leiðandi ekki í framtíðarhúsnæði. Fleiri konur en áður fóru úr landi, er þar um að ræða konur af erlendum uppruna sem fóru aftur til heimalandsins, oft í slæmar aðstæður, eftir skilnað við íslenskan eiginmann. Konum sem nefna ofbeldi gegn börnum sínum sem eina ástæðu komu í athvarfið hefur fjölgað undanfarin ár en mögulega kemur það til af því að konur líti í auknum mæli á ofbeldi á heimilum sem ofbeldi gegn börnum þó það beinist ekki að þeim sérstaklega. Þessi aukning þarf því ekki að vera vísbending um það að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. 22% kvennanna voru með líkamlega áverka við komu í athvarfið en rúm 60% greindu frá líkamlegum áverkum áður í sambandinu. Einungis 22% höfðu kært ofbeldið til lögreglu en tæplega helmingur kvennanna sagði að einhvern tíma hefði komið til kasta lögreglu vegna ofbeldisins. Fleiri konur en áður koma vegna hvatningar frá lögreglu og/eða félagsráðgjafa, má ætla að þessa aukningu megi rekja til verkefnisins Saman gegn ofbeldi í Reykjavík og breytts verklags lögreglu og barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að heimilisofbeldi. Á ofbeldisheimilunum sem konurnar komu af bjuggu, á þeim tíma sem þær komu fyrst í athvarfið,að minnsta kosti 340 börn undir 18 ára aldri. Innan við 30% þeirra hafa fengið einhverja hjálp til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Líklega býr stór hluti þessara barna enn á ofbeldisheimilum eða er í einhvers konar umgengni við ofbeldismanninn. Á árinu 2016 lögðu starfskonur Kvennaathvarfsins áherslu á vinnu með börnum. Mótað var nýtt verklag með börnunum í athvarfinu þar sem áhersla er lögð á opinskáa umræðu um ofbeldi og rætt er um upplifun barnanna af dvöl í athvarfinu. Jafnframt var í haust frumsýnd teiknimyndin Tölum um ofbeldi sem Kvennaathvarfið lét gera til að opna umræðuna um börn og heimilisofbeldi og hefur hún verið sýnd víða síðan,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
195 dvöldu íbúar í Kvennaathvarfinu á árinu sem nú er nýliðið – 116 konur og 79 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá athvarfinu en þar segir einnig að 234 konur hafi komið í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Að meðaltali dvöldu átján íbúar í húsinu á degi hverjum, níu konur og níu börn. Aðeins einu sinni í 34 ára sögu athvarfsins hefur þetta meðaltal verið hærra. „Konur og börn dvöldu í allt frá einum degi upp í 205 daga. Konur dvöldu að meðaltali í 28 daga í athvarfinu og hefur meðaldvöl aldrei verið lengri. Konur með börn dvöldu alla jafna lengur en barnlausu konurnar en að meðaltali dvaldi hvert barn í athvarfinu í 41 dag sem verður að teljast æði löng dvöl í neyðarathvarfi. Um það bil þriðjungur barnanna dvaldi í athvarfinu í meira en sex vikur. Húsnæðismarkaðurinn er konunum erfiður, ekki síst erlendum konum með börn sem skýrir að talsverðu leyti þennan langa dvalartíma. Konurnar sem komu í athvarfið, í viðtal eða dvöl, voru á aldrinum 15 til 86 ára, meðalaldur 35 ár. Þær koma upprunanlega frá 39 löndum en um 70% eru íslenskar. Rúmlega helmingur dvalarkvenna eru af erlendum uppruna og dvelja þær alla jafna lengur í athvarfinu en íslenskar konur. Börnin í athvarfinu voru allt frá því að vera nokkurra daga gömul og komu sum þeirra beint af fæðingadeildinni. Rúmlega 70% kvennanna koma af höfuðborgarsvæðinu. Konurnar voru, líkt og fyrri ár oftast að flýja ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna (30%), sambýlismanna (13%) eða fyrrverandi eigin- og sambýlismenn (8% og 16%). Um 80% ofbeldismannana eru Íslendingar. Ofbeldismennirnir voru á aldrinum 18-82 ára, meðalaldur þeirra er 42 ár. Færri konur en áður fóru úr athvarfinu heim til ofbeldismannsins og heldur fleiri fóru í nýtt húsnæði. Hins vegar fóru flestar konur úr dvöl til fjölskyldu og þar af leiðandi ekki í framtíðarhúsnæði. Fleiri konur en áður fóru úr landi, er þar um að ræða konur af erlendum uppruna sem fóru aftur til heimalandsins, oft í slæmar aðstæður, eftir skilnað við íslenskan eiginmann. Konum sem nefna ofbeldi gegn börnum sínum sem eina ástæðu komu í athvarfið hefur fjölgað undanfarin ár en mögulega kemur það til af því að konur líti í auknum mæli á ofbeldi á heimilum sem ofbeldi gegn börnum þó það beinist ekki að þeim sérstaklega. Þessi aukning þarf því ekki að vera vísbending um það að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. 22% kvennanna voru með líkamlega áverka við komu í athvarfið en rúm 60% greindu frá líkamlegum áverkum áður í sambandinu. Einungis 22% höfðu kært ofbeldið til lögreglu en tæplega helmingur kvennanna sagði að einhvern tíma hefði komið til kasta lögreglu vegna ofbeldisins. Fleiri konur en áður koma vegna hvatningar frá lögreglu og/eða félagsráðgjafa, má ætla að þessa aukningu megi rekja til verkefnisins Saman gegn ofbeldi í Reykjavík og breytts verklags lögreglu og barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að heimilisofbeldi. Á ofbeldisheimilunum sem konurnar komu af bjuggu, á þeim tíma sem þær komu fyrst í athvarfið,að minnsta kosti 340 börn undir 18 ára aldri. Innan við 30% þeirra hafa fengið einhverja hjálp til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Líklega býr stór hluti þessara barna enn á ofbeldisheimilum eða er í einhvers konar umgengni við ofbeldismanninn. Á árinu 2016 lögðu starfskonur Kvennaathvarfsins áherslu á vinnu með börnum. Mótað var nýtt verklag með börnunum í athvarfinu þar sem áhersla er lögð á opinskáa umræðu um ofbeldi og rætt er um upplifun barnanna af dvöl í athvarfinu. Jafnframt var í haust frumsýnd teiknimyndin Tölum um ofbeldi sem Kvennaathvarfið lét gera til að opna umræðuna um börn og heimilisofbeldi og hefur hún verið sýnd víða síðan,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira