Þykir skrýtið að ríkið sjálft auki aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 17:49 Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45