Þykir skrýtið að ríkið sjálft auki aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 17:49 Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45