Saknar herminjasafns sem ráðherrar lofuðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Stúlka á kerru í skrúðgöngu á Keflavíkurflugvelli í tilefni 200 ára afmælis bandarísku byltingarinnar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Loftur Ásgeirsson „Það er dapurleg niðurstaða að ekki skuli hafa tekist að byggja hér upp herminjasafn eins og lofað var,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Minjar um veru Bandaríkjahers á Íslandi komust í brennidepil á dögunum með frétt í Fréttablaðinu um Phantom-orrustuþotu sem herinn skildi eftir hér á landi í umsjá Byggðasafns Reykjanesbæjar. Voru þar harðlega gagnrýnd áform Keilis um að setja þotuna upp fyrir utan flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Phantom-þotan hefur verið geymd í skýli á vallarsvæðinu frá því herinn fór. Keilir hyggst gera þotuna upp og halda henni við samkvæmt samningi við Reykjanesbæ og flugherssafn Bandaríkjanna sem á gripinn. Gagnrýnendur telja tæringu munu granda vélinni verði hún ekki geymd innandyra eins og til stóð með því að hún yrði krúnudjásn í áformuðu herminjasafni á vallarsvæðinu.Fögur fyrirheit voru gefin um hersetusafn er ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur funduðu í Víkingaheimum árið 2010.vísir/vilhelmSigrún rifjar upp að þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi oddvitar ríkisstjórnarinnar, og fleiri ráðherrar heimsóttu Víkingaheima í Reykjanesbæ í nóvember 2010 þegar atvinnuleysi þar var það mesta á landinu. „Það var ákveðið að leggja í þetta peninga og setja af stað hugmyndavinnu en síðan gerðist ekkert. Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því af hverju þetta bara koðnaði niður og hvarf,“ segir Sigrún. Það sé afar svekkjandi. „Þetta er mjög merkileg saga sem snertir marga og hefði mátt leggja svolítinn pening í og gera vel við. Þetta snýst ekki bara um vopn og slíkt heldur líka muni sem tengjast dvöl þeirra hér, eitt og annað sem við köllum Kanalegt.“ Sigrún segir að Byggðasafnið hafi sjálft enga burði til að annast Phantom-þotuna sem nú sé í skýli sem Landhelgisgæslan ráði yfir á Keflavíkurflugvelli. Óvíst sé hversu lengi Gæslan geti skotið skjólshúsi yfir flugvélina. Hugmyndin hafi alltaf verið sú að hún yrði hluti af herminjasafni sem myndi rísa í tengslum við Keflavíkurflugvöll. „Hvað eigum við að gera við þessa þotu? Við höfum ekkert húsnæði undir hana. Þeir hjá Keili lofa hins vegar því að þeir muni sjá um allt viðhald á vélinni sem þörf er á nú þegar og tryggja varðveislu hennar. Til þess þarf sérhæfða vinnu flugvirkja sem hafa ákveðna þekkingu og menntun sem við höfum engar forsendur til að ráða,“ segir safnstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Það er dapurleg niðurstaða að ekki skuli hafa tekist að byggja hér upp herminjasafn eins og lofað var,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Minjar um veru Bandaríkjahers á Íslandi komust í brennidepil á dögunum með frétt í Fréttablaðinu um Phantom-orrustuþotu sem herinn skildi eftir hér á landi í umsjá Byggðasafns Reykjanesbæjar. Voru þar harðlega gagnrýnd áform Keilis um að setja þotuna upp fyrir utan flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Phantom-þotan hefur verið geymd í skýli á vallarsvæðinu frá því herinn fór. Keilir hyggst gera þotuna upp og halda henni við samkvæmt samningi við Reykjanesbæ og flugherssafn Bandaríkjanna sem á gripinn. Gagnrýnendur telja tæringu munu granda vélinni verði hún ekki geymd innandyra eins og til stóð með því að hún yrði krúnudjásn í áformuðu herminjasafni á vallarsvæðinu.Fögur fyrirheit voru gefin um hersetusafn er ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur funduðu í Víkingaheimum árið 2010.vísir/vilhelmSigrún rifjar upp að þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi oddvitar ríkisstjórnarinnar, og fleiri ráðherrar heimsóttu Víkingaheima í Reykjanesbæ í nóvember 2010 þegar atvinnuleysi þar var það mesta á landinu. „Það var ákveðið að leggja í þetta peninga og setja af stað hugmyndavinnu en síðan gerðist ekkert. Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því af hverju þetta bara koðnaði niður og hvarf,“ segir Sigrún. Það sé afar svekkjandi. „Þetta er mjög merkileg saga sem snertir marga og hefði mátt leggja svolítinn pening í og gera vel við. Þetta snýst ekki bara um vopn og slíkt heldur líka muni sem tengjast dvöl þeirra hér, eitt og annað sem við köllum Kanalegt.“ Sigrún segir að Byggðasafnið hafi sjálft enga burði til að annast Phantom-þotuna sem nú sé í skýli sem Landhelgisgæslan ráði yfir á Keflavíkurflugvelli. Óvíst sé hversu lengi Gæslan geti skotið skjólshúsi yfir flugvélina. Hugmyndin hafi alltaf verið sú að hún yrði hluti af herminjasafni sem myndi rísa í tengslum við Keflavíkurflugvöll. „Hvað eigum við að gera við þessa þotu? Við höfum ekkert húsnæði undir hana. Þeir hjá Keili lofa hins vegar því að þeir muni sjá um allt viðhald á vélinni sem þörf er á nú þegar og tryggja varðveislu hennar. Til þess þarf sérhæfða vinnu flugvirkja sem hafa ákveðna þekkingu og menntun sem við höfum engar forsendur til að ráða,“ segir safnstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira