Notfærði sér samfélagsmiðla til að reyna að nauðga dreng Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Árin 2012 til 2014 féllu sjö dómar í Hæstarétti þar sem gerendur voru fundnir sekir um að nýta sér aldurs- og aðstöðumun til að ná fram vilja sínum. vísir/eyþór Á síðustu árum hefur fjölgað málum þar sem ákært er og sakfellt fyrir nauðgun þar sem kynmök eru fengin með annars konar nauðung en ofbeldi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi Rannsóknarstofnunar í kynjafræðum á fimmtudag um þróun nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga. Undir annars konar ólögmæta nauðung geta fallið alls konar tilvik þar sem aldurs- eða aðstöðumunur getur valdið því að þolandi getur ekki spornað við kynmökum. „Ef við tökum til dæmis árabilið 2012 til 2014, þá eru sjö hæstaréttardómar sem má skilgreina með þessum hætti. Þolendur í þeim öllum eru börn á aldrinum 11-18 ára,“ sagði Ragnheiður.Ragnheiður BragadóttirÍ flestum tilfellum voru aðstæður þannig að ákærði notfærði sér yfirburðastöðu sína vegna aldurs og þroskamunar. Hann fer til dæmis á afvikinn stað með barnið eða er á stað sem veldur barninu ótta eða bjargarleysi. „Til dæmis í partíi þar sem er fullt af fullorðnu fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða er í aðstæðum þar sem er ekki gott fyrir börn að vera í,“ útskýrði Ragnheiður. Hún benti á að þegar kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 hefði hugtakið nauðgun verið rýmkað mjög mikið frá því sem áður var. Undir ákvæðið fellur nú ofbeldi, hótanir um ofbeldi og svo annars konar ólögmæt nauðung. Engar kröfur séu gerðar um hótanirnar. Þær þurfi einfaldlega að hafa þau áhrif að þolandi lætur undan. „Við getum hugsað okkur hótanir um að birta nektar- eða kynlífsmyndir á netinu. Þær geta verið hótanir í skilningi nauðgunarákvæðisins og verið þá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Eftir því hversu langt verknaðurinn er kominn,“ útskýrir Ragnheiður. Á þennan skilning hafi reynt í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2016. Þar dæmdi Hæstiréttur karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. „Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem drengurinn hafði sent honum á netinu ef drengurinn hefði ekki kynmök við hann fyrir klukkan ellefu þá um kvöldið,“ segir Ragnheiður. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meirihluti dómsins ákvað að sakfella, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að ekki hefði verið um að ræða tilraun til nauðgunar af því að hótunin hafði verið gerð á netinu. Brotamaður og brotaþoli höfðu ekki verið í sama húsi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Á síðustu árum hefur fjölgað málum þar sem ákært er og sakfellt fyrir nauðgun þar sem kynmök eru fengin með annars konar nauðung en ofbeldi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi Rannsóknarstofnunar í kynjafræðum á fimmtudag um þróun nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga. Undir annars konar ólögmæta nauðung geta fallið alls konar tilvik þar sem aldurs- eða aðstöðumunur getur valdið því að þolandi getur ekki spornað við kynmökum. „Ef við tökum til dæmis árabilið 2012 til 2014, þá eru sjö hæstaréttardómar sem má skilgreina með þessum hætti. Þolendur í þeim öllum eru börn á aldrinum 11-18 ára,“ sagði Ragnheiður.Ragnheiður BragadóttirÍ flestum tilfellum voru aðstæður þannig að ákærði notfærði sér yfirburðastöðu sína vegna aldurs og þroskamunar. Hann fer til dæmis á afvikinn stað með barnið eða er á stað sem veldur barninu ótta eða bjargarleysi. „Til dæmis í partíi þar sem er fullt af fullorðnu fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða er í aðstæðum þar sem er ekki gott fyrir börn að vera í,“ útskýrði Ragnheiður. Hún benti á að þegar kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 hefði hugtakið nauðgun verið rýmkað mjög mikið frá því sem áður var. Undir ákvæðið fellur nú ofbeldi, hótanir um ofbeldi og svo annars konar ólögmæt nauðung. Engar kröfur séu gerðar um hótanirnar. Þær þurfi einfaldlega að hafa þau áhrif að þolandi lætur undan. „Við getum hugsað okkur hótanir um að birta nektar- eða kynlífsmyndir á netinu. Þær geta verið hótanir í skilningi nauðgunarákvæðisins og verið þá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Eftir því hversu langt verknaðurinn er kominn,“ útskýrir Ragnheiður. Á þennan skilning hafi reynt í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2016. Þar dæmdi Hæstiréttur karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. „Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem drengurinn hafði sent honum á netinu ef drengurinn hefði ekki kynmök við hann fyrir klukkan ellefu þá um kvöldið,“ segir Ragnheiður. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meirihluti dómsins ákvað að sakfella, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að ekki hefði verið um að ræða tilraun til nauðgunar af því að hótunin hafði verið gerð á netinu. Brotamaður og brotaþoli höfðu ekki verið í sama húsi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira