Hulda segir Jakob fegra sannleikann um Leikskólann 101 Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2017 16:30 Hulda Björk Halldórsdóttir, móðir barns sem dvaldi á Leikskólanum 101, segir Jakob Frímann Magnússon, sem einnig átti barn á leikskólanum, fara mjög frjálslega með staðreyndir í gagnrýni sinni á lokun 101 haustið 2013. Í grein sem Jakob ritaði í Fréttablaðið í gær lýsti hann upplifun sinni af lokuninni sem rekja má til ásakana um að börn hafi þar verið beitt harðræði. Jakob segir að myndband sem lagt var fram í málinu, sem sýndi starfsmann leikskólans flengja barn, ekki hafa sýnt neitt saknæmt, hvað þá eitthvað sem réttlætti lokun skólans. Hann bætir við að lokunin hafi valdið foreldrum barna á leikskólanum óþægindum sem þeir máttu „gjalda dýru verði.“ Segir hann að eigendur og starfsfólk skólans hafi beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Einu svörin sem hann hafi fengið á sínum tíma hafi verið að of mörg börn hafi verið vistuð á leikskólanum umfram leyfilegan kvóta og því hafi verið farið fram á lokun. „Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga,“ segir Jakob.Hulda Björk HalldórsdóttirÚtskýring í fjórum liðum Þessari túlkun Jakobs hafnar Hulda alfarið í grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Þar segir hún tónlistarmanninn fegra sannleikann - „svo ekki sé meira sagt.“ Hrekur hún rangfærslur Jakobs í fjórum liðum. Til að mynda bendir hún á að niðurstaða málsins hafi ekki verið sú að of mörg börn hafi verið á leikskólanum, eins og Jakob heldur fram. „ Í bréfi sem okkur foreldrum leikskólans barst eftir lokun hans kom fram að sýnt þótti að annmarkar hafi verið á starfsemi Leikskólans 101 og að ómálga börn hafi verið beitt harðræði. Þar er einnig talið ámælisvert að eigandi leikskólans og stjórnandi hafi ekki haft yfirsýn með framkomu starfsmanna sinna við þau börn sem á leikskólanum dvöldu,“ segir Hulda sem vísar í álit Umboðsmanns barna máli sínu til stuðnings. „Það getur verið að fólk sé ósammála um hvað teljist sem ofbeldi. Ég verð að segja það hér að ég er algjörlega ósammála að það sé í lagi af starfsfólki uppeldisstofnana, eða nokkrum öðrum, að dangla í, rassskella, bregða fæti fyrir, toga í fætur og draga eftir gólfi, beita börn harðræði eða ofbeldi á nokkurn hátt. Sama hversu erfiðar aðstæður þínar eru persónulega. Allt eru þetta lýsingar sem okkur foreldrum barnanna á leikskólanum voru gefnar. Dæmi nú hver sem vill.“ Grein Jakobs má nálgast í heild sinni hér og svargrein Huldu má finna með því að smella hérna. Tengdar fréttir Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51 Segir myndböndin sýna „slæmt“ ofbeldi Á myndband af starfsmanni leikskólans 101 að rassskella barn. Stjórnendur leikskólans hafna alfarið ásökunum. 21. ágúst 2013 12:17 Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur. 4. júlí 2017 15:38 Refsa fyrst, spyrja svo? Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. 3. júlí 2017 09:45 Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. 24. ágúst 2013 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira
Hulda Björk Halldórsdóttir, móðir barns sem dvaldi á Leikskólanum 101, segir Jakob Frímann Magnússon, sem einnig átti barn á leikskólanum, fara mjög frjálslega með staðreyndir í gagnrýni sinni á lokun 101 haustið 2013. Í grein sem Jakob ritaði í Fréttablaðið í gær lýsti hann upplifun sinni af lokuninni sem rekja má til ásakana um að börn hafi þar verið beitt harðræði. Jakob segir að myndband sem lagt var fram í málinu, sem sýndi starfsmann leikskólans flengja barn, ekki hafa sýnt neitt saknæmt, hvað þá eitthvað sem réttlætti lokun skólans. Hann bætir við að lokunin hafi valdið foreldrum barna á leikskólanum óþægindum sem þeir máttu „gjalda dýru verði.“ Segir hann að eigendur og starfsfólk skólans hafi beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Einu svörin sem hann hafi fengið á sínum tíma hafi verið að of mörg börn hafi verið vistuð á leikskólanum umfram leyfilegan kvóta og því hafi verið farið fram á lokun. „Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga,“ segir Jakob.Hulda Björk HalldórsdóttirÚtskýring í fjórum liðum Þessari túlkun Jakobs hafnar Hulda alfarið í grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Þar segir hún tónlistarmanninn fegra sannleikann - „svo ekki sé meira sagt.“ Hrekur hún rangfærslur Jakobs í fjórum liðum. Til að mynda bendir hún á að niðurstaða málsins hafi ekki verið sú að of mörg börn hafi verið á leikskólanum, eins og Jakob heldur fram. „ Í bréfi sem okkur foreldrum leikskólans barst eftir lokun hans kom fram að sýnt þótti að annmarkar hafi verið á starfsemi Leikskólans 101 og að ómálga börn hafi verið beitt harðræði. Þar er einnig talið ámælisvert að eigandi leikskólans og stjórnandi hafi ekki haft yfirsýn með framkomu starfsmanna sinna við þau börn sem á leikskólanum dvöldu,“ segir Hulda sem vísar í álit Umboðsmanns barna máli sínu til stuðnings. „Það getur verið að fólk sé ósammála um hvað teljist sem ofbeldi. Ég verð að segja það hér að ég er algjörlega ósammála að það sé í lagi af starfsfólki uppeldisstofnana, eða nokkrum öðrum, að dangla í, rassskella, bregða fæti fyrir, toga í fætur og draga eftir gólfi, beita börn harðræði eða ofbeldi á nokkurn hátt. Sama hversu erfiðar aðstæður þínar eru persónulega. Allt eru þetta lýsingar sem okkur foreldrum barnanna á leikskólanum voru gefnar. Dæmi nú hver sem vill.“ Grein Jakobs má nálgast í heild sinni hér og svargrein Huldu má finna með því að smella hérna.
Tengdar fréttir Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51 Segir myndböndin sýna „slæmt“ ofbeldi Á myndband af starfsmanni leikskólans 101 að rassskella barn. Stjórnendur leikskólans hafna alfarið ásökunum. 21. ágúst 2013 12:17 Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur. 4. júlí 2017 15:38 Refsa fyrst, spyrja svo? Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. 3. júlí 2017 09:45 Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. 24. ágúst 2013 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira
Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51
Segir myndböndin sýna „slæmt“ ofbeldi Á myndband af starfsmanni leikskólans 101 að rassskella barn. Stjórnendur leikskólans hafna alfarið ásökunum. 21. ágúst 2013 12:17
Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur. 4. júlí 2017 15:38
Refsa fyrst, spyrja svo? Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. 3. júlí 2017 09:45
Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. 24. ágúst 2013 07:00