Læknanemar á suðurafrísku sjúkrahúsi: Nýársnóttin reyndist skrautleg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. janúar 2017 06:45 Fylgi maður nokkrum reglum er maður óhultur segja Oddur, Sigrún og Daníel en þau fara fögrum orðum um Suður-Afríku. MYND/IAN CARBUTT Veikindin og meiðslin sem sjúklingar koma með hingað eru allt önnur en við eigum að venjast heima, segja þrír íslenskir læknanemar sem starfa á bráðamóttöku suðurafrísks sjúkrahúss um þessar mundir. Þau Oddur Björnsson, Sigrún Lína Pétursdóttir og Daníel Arnarson, öll læknanemar á 6. ári, héldu utan 29. desember síðastliðinn til að starfa á Edendale-sjúkrahúsinu. Það er staðsett skammt frá Pietermaritzburg á austurströnd Suður-Afríku. Umrætt sjúkrahús varð fyrir valinu þar sem yfirlæknir bráðamóttöku hér heima og úti höfðu forðum starfað saman í Nýja-Sjálandi. Dvölin er liður í sex vikna valkúrsi sem flestir nema nýta til að kynnast öðrum aðstæðum. „Við erum á ríkisreknu sjúkrahúsi en þau eru ekki jafn „fancy“ og hin einkareknu. Sjúklingarnir sem hingað koma búa flestir við mikla fátækt,“ segja þau. Mikið sé um ofbeldi, berkla og stungu- og skotsár. Þá er hlutfall HIV-smitaðra með því hæsta sem þekkist í heiminum. „Hér er góður tækjakostur, læknar vel menntaðir og góð kennsla. Þó fólkið sé fátækt þá fær það góða þjónustu,“ segir Sigrún. „Við vinnum í raun í svipuðu umhverfi og á Íslandi en erum með allt öðruvísi sjúklingahóp.“ „Áramótin voru til dæmis rosaleg. Þá fóru margir á djammið og það var mikið um stunguárásir og slys sökum ölvunaraksturs. Við saumuðum mörg sár á þessari vakt,“ segir Oddur. „Þetta endaði í raun þannig að við vorum sett hvert í sitt herbergið og fólk með stungusár myndaði röð til okkar,“ segir Daníel. Hann lýsir aðstæðunum sem hálf súrrealískum enda hnífstungur fátíðar á Íslandi. „Mjög margir minna veikir voru sendir heim því það var ekki pláss vegna fólksins með stungusárin. Við saumuðum nánast alla nóttina. Það var mjög lærdómsríkt.“ Samfélagið úti er allt annað sökum fátæktarinnar. Nemarnir segja til dæmis að það sé ekki skynsamlegt að vera á ferli eftir sólsetur. Það kom eitt sinn fyrir að öðrum læknanema var rænt eftir vakt þegar hann fór einsamall heim eftir miðnætti. Lögregla fann hann eftir nokkrar klukkustundir en hann hlaut engan skaða af. „Ef maður hagar sér skynsamlega, veifar ekki símanum og er aldrei einn úti á kvöldin þá er maður öruggur,“ segir Sigrún. „Yfirleitt er fólkið hér þó mjög indælt og vill allt fyrir mann gera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Veikindin og meiðslin sem sjúklingar koma með hingað eru allt önnur en við eigum að venjast heima, segja þrír íslenskir læknanemar sem starfa á bráðamóttöku suðurafrísks sjúkrahúss um þessar mundir. Þau Oddur Björnsson, Sigrún Lína Pétursdóttir og Daníel Arnarson, öll læknanemar á 6. ári, héldu utan 29. desember síðastliðinn til að starfa á Edendale-sjúkrahúsinu. Það er staðsett skammt frá Pietermaritzburg á austurströnd Suður-Afríku. Umrætt sjúkrahús varð fyrir valinu þar sem yfirlæknir bráðamóttöku hér heima og úti höfðu forðum starfað saman í Nýja-Sjálandi. Dvölin er liður í sex vikna valkúrsi sem flestir nema nýta til að kynnast öðrum aðstæðum. „Við erum á ríkisreknu sjúkrahúsi en þau eru ekki jafn „fancy“ og hin einkareknu. Sjúklingarnir sem hingað koma búa flestir við mikla fátækt,“ segja þau. Mikið sé um ofbeldi, berkla og stungu- og skotsár. Þá er hlutfall HIV-smitaðra með því hæsta sem þekkist í heiminum. „Hér er góður tækjakostur, læknar vel menntaðir og góð kennsla. Þó fólkið sé fátækt þá fær það góða þjónustu,“ segir Sigrún. „Við vinnum í raun í svipuðu umhverfi og á Íslandi en erum með allt öðruvísi sjúklingahóp.“ „Áramótin voru til dæmis rosaleg. Þá fóru margir á djammið og það var mikið um stunguárásir og slys sökum ölvunaraksturs. Við saumuðum mörg sár á þessari vakt,“ segir Oddur. „Þetta endaði í raun þannig að við vorum sett hvert í sitt herbergið og fólk með stungusár myndaði röð til okkar,“ segir Daníel. Hann lýsir aðstæðunum sem hálf súrrealískum enda hnífstungur fátíðar á Íslandi. „Mjög margir minna veikir voru sendir heim því það var ekki pláss vegna fólksins með stungusárin. Við saumuðum nánast alla nóttina. Það var mjög lærdómsríkt.“ Samfélagið úti er allt annað sökum fátæktarinnar. Nemarnir segja til dæmis að það sé ekki skynsamlegt að vera á ferli eftir sólsetur. Það kom eitt sinn fyrir að öðrum læknanema var rænt eftir vakt þegar hann fór einsamall heim eftir miðnætti. Lögregla fann hann eftir nokkrar klukkustundir en hann hlaut engan skaða af. „Ef maður hagar sér skynsamlega, veifar ekki símanum og er aldrei einn úti á kvöldin þá er maður öruggur,“ segir Sigrún. „Yfirleitt er fólkið hér þó mjög indælt og vill allt fyrir mann gera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira