Ekki fyrir lofthrædda Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2017 15:00 Björgvin, Orri Freyr Finnbogason, Hannes Snorrason frá Vinnueftirlitinu, Benedikt Smárason og Bjarki Sigurðsson bregða á leik. Trjám hefur fjölgað mikið hérlendis og þau vaxa vel, ekki síst vegna hlýnandi veðurfars. Mörg tré eru orðin það há að öll snyrting þarf að fara fram í mikilli hæð. Þetta kallar á nýjar og breyttar aðferðir við umhirðu trjáa og við þurfum að ráða við slíka vinnu á öruggan hátt. Það er ekki lengur hægt að príla upp í stiga, halda sér í tréð með annarri hendi og saga af greinar með hinni hendinni. Slíkt skapar mikla hættu og slysum af þessum völdum hefur fjölgað undanfarin ár,“ upplýsir Björgvin Eggertsson, brautarstjóri á skógar- og náttúrubraut hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Björgvin vel tryggður í 20 m hæð.Siglína til öryggis Björgvin fór til Svíþjóðar í síðustu viku, ásamt fríðum hópi skógræktarmanna til að læra trjáklifur en það er sérstakt fag sem er vel þekkt víða um Evrópu. „Trjáklifur er mikið stundað til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Þar kallast trjáklifrarar „arboristar“ og það er mjög gaman að skoða myndbönd á YouTube og sjá hvað þeir geta gert. Við Íslendingar ásamt Dönum, Svíum og Slóvenum fengum veglegan styrk frá Erasmus+ til að ráðast í þetta verkefni sem kallast Safe Climbing. Það gengur sem sé út á að klifra í trjám og snyrta og fegra tré í mikilli hæð á sem öruggastan hátt. Við lærðum að nota siglínu og bönd til að klifra upp í tré án þess að valda okkur eða trénu skaða. Línu er kastað upp og yfir grein og svo hífum við okkur með handafli upp í sigstólum. Mikil áhersla er lögð á öryggi þannig að enginn detti niður úr mikilli hæð. Stundum er hægt að nota körfubíla til að ná til efstu trjátoppanna en það gengur ekki upp í bakgörðum eða þar sem aðgengi er slæmt.“Hannes togar sig á handafli upp í tré á línu sem að hann hefur komið fyrir ofarlega i tréinu.Slysum hafði fjölgað Kveikjan að klifrinu var sú að Félag skrúðgarðyrkjumeistara hafði samband við Landbúnaðarháskólann til að kanna hvort skólinn hefði áhuga á að mennta mannskap í trjáklifri og draga um leið úr slysahættu við trjásnyrtingu. „Hluti af þeim sem fóru til Svíþjóðar mun fá réttindi til að kenna þetta hérlendis en það er brýn þörf fyrir þessa þekkingu,“ segir Björgvin, en það kom honum skemmtilega á óvart hversu mikið öryggi er fólgið í því að nota réttan búnað við trjáklifur. Leikfimiæfingar mikilvægar Björgvin segir að það komi strax í ljós hvort þetta eigi við fólk eða ekki. „Ef einhver finnur fyrir lofthræðslu eða treystir ekki öryggisbúnaðinum er þetta ekki fyrir viðkomandi. Það er ekki gott að frjósa uppi í tré og þurfa aðstoð við að komast niður aftur.“ Á meðal þess sem hópurinn lærði var að hnýta alls konar hnúta og gera leikfimiæfingar en það er líkamlega erfitt að klifra í trjám og krefst mikils styrks. „Þetta var fyrsti hlutinn af náminu. Núna kunnum við að klifra en notum ennþá handsagir til að snyrta tré og fjarlægja dauða kvista. Eftir ár förum við út til Slóveníu í hálfan mánuð og þá lærum við að nota keðjusagir og meira röff tæki,“ segir Björgvin brosandi en í millitíðinni verður notast við netið og fjarfundabúnað til að læra meira í þessum fræðum. „Þegar þessu Evrópuverkefni lýkur eftir tæp tvö ár verðum við komin með einstaklinga sem geta kennt öruggt trjáklifur hér á landi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands,“ segir Björgvin að lokum.Benedikt og Philip Turesson búnir að koma línum fyrir uppi í tré og gera sig klára að tengja sig við línuna og tréð. Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Trjám hefur fjölgað mikið hérlendis og þau vaxa vel, ekki síst vegna hlýnandi veðurfars. Mörg tré eru orðin það há að öll snyrting þarf að fara fram í mikilli hæð. Þetta kallar á nýjar og breyttar aðferðir við umhirðu trjáa og við þurfum að ráða við slíka vinnu á öruggan hátt. Það er ekki lengur hægt að príla upp í stiga, halda sér í tréð með annarri hendi og saga af greinar með hinni hendinni. Slíkt skapar mikla hættu og slysum af þessum völdum hefur fjölgað undanfarin ár,“ upplýsir Björgvin Eggertsson, brautarstjóri á skógar- og náttúrubraut hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Björgvin vel tryggður í 20 m hæð.Siglína til öryggis Björgvin fór til Svíþjóðar í síðustu viku, ásamt fríðum hópi skógræktarmanna til að læra trjáklifur en það er sérstakt fag sem er vel þekkt víða um Evrópu. „Trjáklifur er mikið stundað til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Þar kallast trjáklifrarar „arboristar“ og það er mjög gaman að skoða myndbönd á YouTube og sjá hvað þeir geta gert. Við Íslendingar ásamt Dönum, Svíum og Slóvenum fengum veglegan styrk frá Erasmus+ til að ráðast í þetta verkefni sem kallast Safe Climbing. Það gengur sem sé út á að klifra í trjám og snyrta og fegra tré í mikilli hæð á sem öruggastan hátt. Við lærðum að nota siglínu og bönd til að klifra upp í tré án þess að valda okkur eða trénu skaða. Línu er kastað upp og yfir grein og svo hífum við okkur með handafli upp í sigstólum. Mikil áhersla er lögð á öryggi þannig að enginn detti niður úr mikilli hæð. Stundum er hægt að nota körfubíla til að ná til efstu trjátoppanna en það gengur ekki upp í bakgörðum eða þar sem aðgengi er slæmt.“Hannes togar sig á handafli upp í tré á línu sem að hann hefur komið fyrir ofarlega i tréinu.Slysum hafði fjölgað Kveikjan að klifrinu var sú að Félag skrúðgarðyrkjumeistara hafði samband við Landbúnaðarháskólann til að kanna hvort skólinn hefði áhuga á að mennta mannskap í trjáklifri og draga um leið úr slysahættu við trjásnyrtingu. „Hluti af þeim sem fóru til Svíþjóðar mun fá réttindi til að kenna þetta hérlendis en það er brýn þörf fyrir þessa þekkingu,“ segir Björgvin, en það kom honum skemmtilega á óvart hversu mikið öryggi er fólgið í því að nota réttan búnað við trjáklifur. Leikfimiæfingar mikilvægar Björgvin segir að það komi strax í ljós hvort þetta eigi við fólk eða ekki. „Ef einhver finnur fyrir lofthræðslu eða treystir ekki öryggisbúnaðinum er þetta ekki fyrir viðkomandi. Það er ekki gott að frjósa uppi í tré og þurfa aðstoð við að komast niður aftur.“ Á meðal þess sem hópurinn lærði var að hnýta alls konar hnúta og gera leikfimiæfingar en það er líkamlega erfitt að klifra í trjám og krefst mikils styrks. „Þetta var fyrsti hlutinn af náminu. Núna kunnum við að klifra en notum ennþá handsagir til að snyrta tré og fjarlægja dauða kvista. Eftir ár förum við út til Slóveníu í hálfan mánuð og þá lærum við að nota keðjusagir og meira röff tæki,“ segir Björgvin brosandi en í millitíðinni verður notast við netið og fjarfundabúnað til að læra meira í þessum fræðum. „Þegar þessu Evrópuverkefni lýkur eftir tæp tvö ár verðum við komin með einstaklinga sem geta kennt öruggt trjáklifur hér á landi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands,“ segir Björgvin að lokum.Benedikt og Philip Turesson búnir að koma línum fyrir uppi í tré og gera sig klára að tengja sig við línuna og tréð.
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira