Þrír fangar misstu meðvitund vegna Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2017 20:00 Nýlega misstu þrír fangar á Litla-Hrauni meðvitund vegna neyslu efnisins Spice og voru fluttir á spítala.Forstöðumaður á Litla-Hrauni hefur áhyggjur af neyslu efnisins sem finnst nú í miklum mæli í fangelsinu. Hann segir efnið vera nýtt fyrir föngunum og að þeir kunni ekki að fara með það. Spice er fíkniefni sem myndast er við efnasmíði til að líkjast áhrifum kannabis. Efnið er þó mun hættulegra en kannabis og hefur það leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið spice er komið til vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða form sem er. Fangaverðir á Litla Hrauni byrjuðu að finna efnið í miklum mæli í haust en áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Í dag finnst efnið reglulega á hrauninu og segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni, það vera áhyggjuefni. „Svo sannarlega er það farið að sjást talsvert hér síðustu mánuði. Við höfum alltaf áhyggjur af allri misnotkun lyfja. Við höfum sérstaklega áhyggjru af þessu efni og höfum verið að glíma við tilvik þar sem menn hafa verið mjög illa vímaðir af þessu og augljóslega sjálfir að læra á efnið og kunna jafnvel ekki að nota það,“ segir Halldór Valur. Á dögunum misstu þrír fangar meðvitund eftir neyslu efnisins og voru fluttir á spítala. Allt hafi endað vel en atvikin sýndu hve hættulegt Spice geti verið. Efnið kemur í fangelsið eftir ýmsum. „Fólk er að bera þetta innvortis ef það er að koma með þetta sjálft. Þá er þetta líka falið í sendingum mjög vandlega. Það er mjög erfitt að finna þetta efni því það getur haft mismunandi lögum og lit og erfitt að nota fíkniefnahunda og þessar hefðbundnu aðferðir til að finna,“ segir Halldór og bætir við að verið sé að þróa aðferðir til að sporna við neyslu efnisins. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Nýlega misstu þrír fangar á Litla-Hrauni meðvitund vegna neyslu efnisins Spice og voru fluttir á spítala.Forstöðumaður á Litla-Hrauni hefur áhyggjur af neyslu efnisins sem finnst nú í miklum mæli í fangelsinu. Hann segir efnið vera nýtt fyrir föngunum og að þeir kunni ekki að fara með það. Spice er fíkniefni sem myndast er við efnasmíði til að líkjast áhrifum kannabis. Efnið er þó mun hættulegra en kannabis og hefur það leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið spice er komið til vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða form sem er. Fangaverðir á Litla Hrauni byrjuðu að finna efnið í miklum mæli í haust en áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Í dag finnst efnið reglulega á hrauninu og segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni, það vera áhyggjuefni. „Svo sannarlega er það farið að sjást talsvert hér síðustu mánuði. Við höfum alltaf áhyggjur af allri misnotkun lyfja. Við höfum sérstaklega áhyggjru af þessu efni og höfum verið að glíma við tilvik þar sem menn hafa verið mjög illa vímaðir af þessu og augljóslega sjálfir að læra á efnið og kunna jafnvel ekki að nota það,“ segir Halldór Valur. Á dögunum misstu þrír fangar meðvitund eftir neyslu efnisins og voru fluttir á spítala. Allt hafi endað vel en atvikin sýndu hve hættulegt Spice geti verið. Efnið kemur í fangelsið eftir ýmsum. „Fólk er að bera þetta innvortis ef það er að koma með þetta sjálft. Þá er þetta líka falið í sendingum mjög vandlega. Það er mjög erfitt að finna þetta efni því það getur haft mismunandi lögum og lit og erfitt að nota fíkniefnahunda og þessar hefðbundnu aðferðir til að finna,“ segir Halldór og bætir við að verið sé að þróa aðferðir til að sporna við neyslu efnisins.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira