Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2017 18:45 Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“ Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“
Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23
Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35
Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10