Einstaklingar ráða sjálfir hvort þeir fái upplýsingar Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. september 2017 21:30 Lög um persónuvernd tryggja rétt fólks bæði til að vita og vita ekki um erfðasjúkdóma sem það kann að vera haldið. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir þó að lagaramminn í málaflokknum mætti vera skýrari. Líkt og fram kom í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins er talið að einn af hverjum 226 Íslendingum sé með Lynch heilkennið svokallaða sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar að það væri nánast glæpsamlegt að lög aftri því að unnt sé að nálgast einstaklinga í áhættuhópum að fyrra bragði. Forstjóri Persónuverndar segir að lögin miði að því að fólk geti valið hvort það fái upplýsingar eða ekki, enda geti einstaklingar einnig haft margþætta hagsmuni af því að vita ekki. Þannig gæti t.a.m. þurft að breyta lögum á sviði vátrygginga ef fólk fær að fyrra bragði upplýsingar um hugsanlega erfðasjúkdóma. Helga bendir á að álitaefnið sé þannig ekki eingöngu lagalegt, heldur þurfi að skoða það frá fleiri hliðum. Þannig blasi ekki síður við siðfræðilegar spurningar um rétt fólks til að fá tilkynningar um þá kvilla sem það kann að vera haldið í óspurðum fréttum. Hún bendir hins vegar á að ekkert í lögum aftri því að fólk leiti sjálft eftir upplýsingum um eigið heilsufar, enda miði löggjöfin að sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins hvað það varðar. Segir hún þó að móta mætti skýrari lagaramma á sviðinu, sem tekur betur mið af þeim álitamálum sem kunna að koma upp í þessu samhengi. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Lög um persónuvernd tryggja rétt fólks bæði til að vita og vita ekki um erfðasjúkdóma sem það kann að vera haldið. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir þó að lagaramminn í málaflokknum mætti vera skýrari. Líkt og fram kom í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins er talið að einn af hverjum 226 Íslendingum sé með Lynch heilkennið svokallaða sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar að það væri nánast glæpsamlegt að lög aftri því að unnt sé að nálgast einstaklinga í áhættuhópum að fyrra bragði. Forstjóri Persónuverndar segir að lögin miði að því að fólk geti valið hvort það fái upplýsingar eða ekki, enda geti einstaklingar einnig haft margþætta hagsmuni af því að vita ekki. Þannig gæti t.a.m. þurft að breyta lögum á sviði vátrygginga ef fólk fær að fyrra bragði upplýsingar um hugsanlega erfðasjúkdóma. Helga bendir á að álitaefnið sé þannig ekki eingöngu lagalegt, heldur þurfi að skoða það frá fleiri hliðum. Þannig blasi ekki síður við siðfræðilegar spurningar um rétt fólks til að fá tilkynningar um þá kvilla sem það kann að vera haldið í óspurðum fréttum. Hún bendir hins vegar á að ekkert í lögum aftri því að fólk leiti sjálft eftir upplýsingum um eigið heilsufar, enda miði löggjöfin að sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins hvað það varðar. Segir hún þó að móta mætti skýrari lagaramma á sviðinu, sem tekur betur mið af þeim álitamálum sem kunna að koma upp í þessu samhengi.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira