Reykjavík er nú orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu Benedikt Bóas skrifar 4. janúar 2017 05:00 Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05