Reykjavík er nú orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu Benedikt Bóas skrifar 4. janúar 2017 05:00 Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05