Reykjavík er nú orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu Benedikt Bóas skrifar 4. janúar 2017 05:00 Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Mikil neysla er á amfetamíni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum.Arndís Sueö-Ching LöveHún helst í hendur við skýrslu eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Aðeins íbúar Antwerpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferðum. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veitur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu og skoðaði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún framkvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykjavík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcodon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. 25. nóvember 2016 19:05