Innlent

Tvær íslenskar byggingar tilnefndar til verðlauna ESB

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stækkun Keflavíkurflugvallar og Fangelsið á Hólmsheiði.
Stækkun Keflavíkurflugvallar og Fangelsið á Hólmsheiði. Christopher Lund/Hreinn Magnusson
Fangelsið á Hólmsheiði og stækkun Keflavíkurflugvallar hafa verið tilnefnd til arkitektúrverðlauna Evrópusambandsins, kennd við Mies van der Rohe fyrir árið 2017. Að jafnaði eru um 400 byggingar tilnefndar en verðlaunin eru afhent á tveggja ára fresti. Í verðlaun er peningagjöf að andvirði rúmlega níu milljóna króna.

Arkís arkitektar hönnuðu fangelsið á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar er hönnun hússins mærð og arkitekunum hrósað fyrir að hafa tekist að hanna sjálfbært fangelsi út frá gildum umhverfis og samfélags til góðs fyrir fanga þess.

Andersen og Sigurdsson ásamt Teikn Architechts hönnuðu stækkun Keflavíkurflugvallar. Í umsögn dómnefndar er hönnuninni hrósað fyrir einfaldleika sem tekst á sama tíma að endurspegla fegurð íslenskrar náttúru.

Íslendingar hafa síðustu ár markað sér sess í keppninni en árið 2013 fékk tónlistarhúsið Harpa verðlaunin og fyrir tveimur árum síðan voru þrjár íslenskar byggingar tilnefndar til verðlaunanna, Hús Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, einbýlishús við Kálfaströnd við Mývatn og húsnæði við Hverfisgötu 71 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×