Frábært sumar unglingalandsliða Englendinga hjálpar þeim að gleyma Íslandsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2017 16:00 Ryan Sessegnon. Vísir/Getty Englendingar geta horft björtum augum til framtíðarinnar í fótboltanum ef marka má gott gengi yngri landsliðanna í sumar. Öll landsliðin eru nefnilega að gera það gott. Englendingar hafa ekki unnið titil á stórmóti í fótboltanum síðan 1966 og landslið þeirra hefur verið aðhlátursefni síðan Íslendingar slógu þá út í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í fyrrasumar. Tapið á móti Íslandi í Nice voru enn ein vonbrigðin fyrir enska landsliðið á síðustu stórmótum og menn kölluðu eftir endurnýjun í liðinu. Hún ætti að geta gengið vel ef marka má þann efnivið sem Englendingar eiga í dag. Þetta hefur verið frábært sumar fyrir ensku unglingalandsliðin og hápunkturinn var þegar 20 ára landsliðið vann heimsmeistaratitilinn á dögunum eftir sigur á Venesúela í úrslitaleik. Fyrsti heimsmeistaratitill Englendinga í 51 ár. Sautján ára landsliðið komst í úrslitaleikinn á EM og 21 árs landsliðið fór alla leið í undanúrslitin Evrópumótsins þar sem liðið tapaði fyrir Þýskalandi í vítakeppni. Nú síðast tryggði nítján ára landslið Englendinga sér sæti í undanúrslitunum á EM í Georgíu. Enska liðið vann 4-1 sigur á Þjóðverjum og mætir Tékkum í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Portúgal og Holland. Ben Brereton, leikmaður Nottingham Forest og Ryan Sessegnon, leikmaður Fulham, skoruðu báðir tvö mörk í leiknum. Chelsea-maðurinn Mason Mount var líka allt í öllu í sóknarleiknum og átti þátt í þremur markanna. Þeir Brereton og Sessegnon hafa báðir skorað þrjú mörk í keppninni og eru markahæstir ásamt Joël Piroe frá Hollandi og Viktor Gyökeres frá Svíþjóð. Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Englendingar geta horft björtum augum til framtíðarinnar í fótboltanum ef marka má gott gengi yngri landsliðanna í sumar. Öll landsliðin eru nefnilega að gera það gott. Englendingar hafa ekki unnið titil á stórmóti í fótboltanum síðan 1966 og landslið þeirra hefur verið aðhlátursefni síðan Íslendingar slógu þá út í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í fyrrasumar. Tapið á móti Íslandi í Nice voru enn ein vonbrigðin fyrir enska landsliðið á síðustu stórmótum og menn kölluðu eftir endurnýjun í liðinu. Hún ætti að geta gengið vel ef marka má þann efnivið sem Englendingar eiga í dag. Þetta hefur verið frábært sumar fyrir ensku unglingalandsliðin og hápunkturinn var þegar 20 ára landsliðið vann heimsmeistaratitilinn á dögunum eftir sigur á Venesúela í úrslitaleik. Fyrsti heimsmeistaratitill Englendinga í 51 ár. Sautján ára landsliðið komst í úrslitaleikinn á EM og 21 árs landsliðið fór alla leið í undanúrslitin Evrópumótsins þar sem liðið tapaði fyrir Þýskalandi í vítakeppni. Nú síðast tryggði nítján ára landslið Englendinga sér sæti í undanúrslitunum á EM í Georgíu. Enska liðið vann 4-1 sigur á Þjóðverjum og mætir Tékkum í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Portúgal og Holland. Ben Brereton, leikmaður Nottingham Forest og Ryan Sessegnon, leikmaður Fulham, skoruðu báðir tvö mörk í leiknum. Chelsea-maðurinn Mason Mount var líka allt í öllu í sóknarleiknum og átti þátt í þremur markanna. Þeir Brereton og Sessegnon hafa báðir skorað þrjú mörk í keppninni og eru markahæstir ásamt Joël Piroe frá Hollandi og Viktor Gyökeres frá Svíþjóð.
Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira