Alltaf stóð til að rífa Steinnes: Segja það hluta af langtímamarkmiði Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 10. júlí 2017 20:30 Akureyrarbær segir að fréttaflutningur þess efnis að hætt hafi verið við niðurrif hússins og til standi að leigja það út, sé rangur. Níels Karlsson Ekki var gert ráð fyrir að rífa húsið Steinnes á Akureyri samstundis heldur hafi það verið hluti af langtímamarkmiði vegna deiliskipulagsmála við íþróttasvæði Þórs. Jafnframt er tekið fram að allur fréttaflutningur um nýlega breytingu á deiliskipulagi þar sem húsið verði nýtt til íbúðar séu rangar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Akureyrarbæ. Í tilkynningunni kemur fram að Akureyrarbær hafi engan hag af því að eignast húsið annan en að byggja upp íþróttasvæði bæjarins. Ekki sé hins vegar búið að ákveða hvenær eigi að fjarlægja húsið en áform um niðurrif standi áfram óbreytt. Húsið stendur nálægt lóð íþróttafélagsins Þórs. Bærinn keypti húsið af eigandanum, Níels Karlssyni, árið 2008 og gerðu samkomulag við seljanda um leigu til ársins 2014. Leigjandi lagði síðan fram beiðni þess efnis að leigan yrði framlengd til ársins 2017. Leigjendur óskuðu síðar eftir framlengingu á þessu ári en ekki náðust samningar um það.Taldi á sér brotið Fjallað hefur verið um málefni fyrrverandi eiganda hússins í fjölmiðlum undanfarið þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Akureyrarbæ. Hann hafi neyðst til að selja bænum húsið ellegar að það yrði tekið eignarnámi. Eftir að hafa litið yfir nýtt deiliskipulagi frá 2018 til 2030 túlkaði Níels það á þann veg að húsið gæti verið nýtt til íbúðar. Fannst honum á sér brotið vegna þessa þar sem hann hafi neyðst til að yfirgefa heimili sitt. „Eðlilega fylgja málum sem þessum tilfinningar. Húsinu hefur verið vel við haldið og fullur skilningur er á að erfitt sé að segja skilið við eignina. Þar sem fyrri eigendur höfðu ekki hug á að taka tilboði bæjarins um framlengdan leigusamning þótti þó rétt að nýta húsið áfram og var ákveðið að leigja það tímabundið fyrir sýrlenska fjölskyldu sem kom til bæjarins sem flóttafólk í ársbyrjun 2016,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22 „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ekki var gert ráð fyrir að rífa húsið Steinnes á Akureyri samstundis heldur hafi það verið hluti af langtímamarkmiði vegna deiliskipulagsmála við íþróttasvæði Þórs. Jafnframt er tekið fram að allur fréttaflutningur um nýlega breytingu á deiliskipulagi þar sem húsið verði nýtt til íbúðar séu rangar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Akureyrarbæ. Í tilkynningunni kemur fram að Akureyrarbær hafi engan hag af því að eignast húsið annan en að byggja upp íþróttasvæði bæjarins. Ekki sé hins vegar búið að ákveða hvenær eigi að fjarlægja húsið en áform um niðurrif standi áfram óbreytt. Húsið stendur nálægt lóð íþróttafélagsins Þórs. Bærinn keypti húsið af eigandanum, Níels Karlssyni, árið 2008 og gerðu samkomulag við seljanda um leigu til ársins 2014. Leigjandi lagði síðan fram beiðni þess efnis að leigan yrði framlengd til ársins 2017. Leigjendur óskuðu síðar eftir framlengingu á þessu ári en ekki náðust samningar um það.Taldi á sér brotið Fjallað hefur verið um málefni fyrrverandi eiganda hússins í fjölmiðlum undanfarið þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Akureyrarbæ. Hann hafi neyðst til að selja bænum húsið ellegar að það yrði tekið eignarnámi. Eftir að hafa litið yfir nýtt deiliskipulagi frá 2018 til 2030 túlkaði Níels það á þann veg að húsið gæti verið nýtt til íbúðar. Fannst honum á sér brotið vegna þessa þar sem hann hafi neyðst til að yfirgefa heimili sitt. „Eðlilega fylgja málum sem þessum tilfinningar. Húsinu hefur verið vel við haldið og fullur skilningur er á að erfitt sé að segja skilið við eignina. Þar sem fyrri eigendur höfðu ekki hug á að taka tilboði bæjarins um framlengdan leigusamning þótti þó rétt að nýta húsið áfram og var ákveðið að leigja það tímabundið fyrir sýrlenska fjölskyldu sem kom til bæjarins sem flóttafólk í ársbyrjun 2016,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22 „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22
„Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49