„Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 12:49 Steinnes er hið glæsilegasta, alls tæpir 300 fermetrar á tveimur hæðum. Níels Karlsson Framhaldsskólakennarinn Níels Karlsson segir farir sínar ekki sléttar við Akureyrarbæ. Honum var gert að selja bænum hús sitt, sem hann reisti frá grunni fyrir rúmum 30 árum, því samkvæmt fyrra aðalskipulagi stóð til að rífa húsið svo að rýma mætti fyrir bættri íþróttaaðstöðu Þórs. Nýtt aðalskipulag bæjarins gerir hins vegar ráð fyrir því að einbýlishúsið fái að standa og verði nýtt til útleigu. Níels og eiginkona hans verða engu að síður að yfirgefa húsið nú um mánaðamótin eftir 38 ára búsetu á Akureyri. Honum finnst þau hafa lent í höndum þjófa.Þór í bakgarðinum Níels reisti húsið, Steinnes, árið 1985 á grunni eldra húss sem hann hafði keypt sex árum áður. Húsið stóð þá steinsnar frá malarvelli Þórs en nokkrum árum síðar hóf íþróttafélagið mikla uppbyggingu á svæðinu. Lagður var nýr grasvöllur og félagsheimili reist. Svæði Þórs hélt áfram að þróast umhverfis Steinnes og er nú svo komið að húsið er nánast miðpunktur íþróttasvæðisins - með knattspyrnuvelli til vesturs og austurs. Steinnes, markað með rauðum hring, stendur á miðu ÞórssvæðinuGoogle MapsNíels segir sambúðina við Þórsara þó alltaf hafa verið ánægjulega. „Samskipti okkar við Þór hafa alltaf verið góð og við notið þess að fylgjast með íþróttaviðburðum þeirra, enda voru öll börnin okkar Þórsarar,“ segir Níels. Hann lýsir því að í lok árs 2007 hafi skipulagsstjóri og lögmaður Akureyrarbæjar tjáð honum að samkvæmt deiliskipulagi bæjarsins, sem gilti frá 2005-2018, stæði til að rífa Steinnes. Í því stóð: „Íbúðarhúsið Steinnes skal víkja skv. þessu skipulagi, en lóð Steinnes hefur 1155 m2 erfðafestu.“ Akureyrarbær hafi skipulagt íþróttasvæði Þórs umhverfis húsið og ætlaði að fara að endurbyggja íþróttarvöllinn og byggja áhorfendastúku í næsta nágrenni Steinness.Nauðbeygð að selja Hann hafi þá fengið tvo kosti; annað hvort að selja Akureyrarbæ húsið eða ellegar tæki bærinn það eignarnámi. Níels segir síðari kostinn ekki hafa heillað og því hafi þau hjón verið nauðbeygð til að selja bænum Steinnes. Þau, í samráði við lögfræðing, hafi því samið við Akureyrarbæ um að hann keypti húsið gegn því að þau fengju að leigja af bænum húsið til 1. júlí 2014.Svona leit Steinnes út þegar Níels festi kaup á því undir lok áttunda áratugarins.Níels Karlsson„Þetta voru myrkir dagar í okkar lífi og ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar gagnvart okkur, en lögin voru þeirra með vísan í aðalskipulag bæjarins,“ segir Níels. Þau hafi fengið síðar fengið 3 ára framlengingu á leigu vegna atvinnu, til 1. júlí 2017. Þau fluttu því um mánaðamótin úr húsinu og hafa sett stefnuna á Hafnarfjörð.Nýtt aðalskipulag allt annað Eftir að þau yfirgáfu húsið segist Níels hafa gert ráð fyrir því að nú yrði húsið rifið, eins og aðalskipulagið gerði ráð fyrir. Annað sé hins vegar að koma á daginn með nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir Akureyrarbæ, sem gildir frá 2018 til 2030. „Í því stendur að Steinnes eigi að nota til íbúðar. Með þessum hætti hefur Akureyrarbæ tekist að taka af okkur einbýlishús okkar með (ó)löglegum hætti. Nú skilst okkur að í stað þess að húsið sé rifið, sem var lögleg forsenda þess að þeir komust yfir hús okkar 2008, þá muni Akureyrarbær lána eða leigja húsið til innflytjenda að búa í.“Steinnes var endurbyggt frá grunni því rakavörnin hafði verið sett öfug á allt húsið og allir útveggir þess að hruni komnir.Níels KarlssonÍ samtali við Vísi segir Níels að þau hjón hafi fyrst fengið veður af þessum áformum bæjarins fyrir um tveimur vikum síðan. Frestur til þess að koma með ábendingar og athugasemdir við skipulagið áður en það fór í formlegt auglýsingaferli rann út 20. apríl. „Maðurinn sem tók við lyklunum okkar á mánudaginn sagði að húsið skyldi nýtt með þessum hætti. Fram að því hafði enginn sagt eitt einasta orð við okkur,“ segir Níels og bætir við: „Þetta er ósvífið, siðlaust í rauninni. Það er eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið.“ Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið að leigja húsið - „en nú finnst okkur sem við höfum lent í höndum þjófa og í ljósi þessarar sögu er ekki að undra að við erum nú að flytja á brott frá Akureyri eftir 38 ára búsetu þar.“ Ekki náðist í Bjarka Jóhannesson, sviðsstjóra Skipulagssviðs Akureyrar, við vinnslu þessarar fréttar. Uppfært klukkan 13:45. Ekki náðist heldur í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra Akureyrar.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður fjallaði um húsið í innslagi um Þórsvöllinn í Pepsi-mörkunum árið 2011. Innslagið má sjá að neðan. Tengdar fréttir Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Framhaldsskólakennarinn Níels Karlsson segir farir sínar ekki sléttar við Akureyrarbæ. Honum var gert að selja bænum hús sitt, sem hann reisti frá grunni fyrir rúmum 30 árum, því samkvæmt fyrra aðalskipulagi stóð til að rífa húsið svo að rýma mætti fyrir bættri íþróttaaðstöðu Þórs. Nýtt aðalskipulag bæjarins gerir hins vegar ráð fyrir því að einbýlishúsið fái að standa og verði nýtt til útleigu. Níels og eiginkona hans verða engu að síður að yfirgefa húsið nú um mánaðamótin eftir 38 ára búsetu á Akureyri. Honum finnst þau hafa lent í höndum þjófa.Þór í bakgarðinum Níels reisti húsið, Steinnes, árið 1985 á grunni eldra húss sem hann hafði keypt sex árum áður. Húsið stóð þá steinsnar frá malarvelli Þórs en nokkrum árum síðar hóf íþróttafélagið mikla uppbyggingu á svæðinu. Lagður var nýr grasvöllur og félagsheimili reist. Svæði Þórs hélt áfram að þróast umhverfis Steinnes og er nú svo komið að húsið er nánast miðpunktur íþróttasvæðisins - með knattspyrnuvelli til vesturs og austurs. Steinnes, markað með rauðum hring, stendur á miðu ÞórssvæðinuGoogle MapsNíels segir sambúðina við Þórsara þó alltaf hafa verið ánægjulega. „Samskipti okkar við Þór hafa alltaf verið góð og við notið þess að fylgjast með íþróttaviðburðum þeirra, enda voru öll börnin okkar Þórsarar,“ segir Níels. Hann lýsir því að í lok árs 2007 hafi skipulagsstjóri og lögmaður Akureyrarbæjar tjáð honum að samkvæmt deiliskipulagi bæjarsins, sem gilti frá 2005-2018, stæði til að rífa Steinnes. Í því stóð: „Íbúðarhúsið Steinnes skal víkja skv. þessu skipulagi, en lóð Steinnes hefur 1155 m2 erfðafestu.“ Akureyrarbær hafi skipulagt íþróttasvæði Þórs umhverfis húsið og ætlaði að fara að endurbyggja íþróttarvöllinn og byggja áhorfendastúku í næsta nágrenni Steinness.Nauðbeygð að selja Hann hafi þá fengið tvo kosti; annað hvort að selja Akureyrarbæ húsið eða ellegar tæki bærinn það eignarnámi. Níels segir síðari kostinn ekki hafa heillað og því hafi þau hjón verið nauðbeygð til að selja bænum Steinnes. Þau, í samráði við lögfræðing, hafi því samið við Akureyrarbæ um að hann keypti húsið gegn því að þau fengju að leigja af bænum húsið til 1. júlí 2014.Svona leit Steinnes út þegar Níels festi kaup á því undir lok áttunda áratugarins.Níels Karlsson„Þetta voru myrkir dagar í okkar lífi og ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar gagnvart okkur, en lögin voru þeirra með vísan í aðalskipulag bæjarins,“ segir Níels. Þau hafi fengið síðar fengið 3 ára framlengingu á leigu vegna atvinnu, til 1. júlí 2017. Þau fluttu því um mánaðamótin úr húsinu og hafa sett stefnuna á Hafnarfjörð.Nýtt aðalskipulag allt annað Eftir að þau yfirgáfu húsið segist Níels hafa gert ráð fyrir því að nú yrði húsið rifið, eins og aðalskipulagið gerði ráð fyrir. Annað sé hins vegar að koma á daginn með nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir Akureyrarbæ, sem gildir frá 2018 til 2030. „Í því stendur að Steinnes eigi að nota til íbúðar. Með þessum hætti hefur Akureyrarbæ tekist að taka af okkur einbýlishús okkar með (ó)löglegum hætti. Nú skilst okkur að í stað þess að húsið sé rifið, sem var lögleg forsenda þess að þeir komust yfir hús okkar 2008, þá muni Akureyrarbær lána eða leigja húsið til innflytjenda að búa í.“Steinnes var endurbyggt frá grunni því rakavörnin hafði verið sett öfug á allt húsið og allir útveggir þess að hruni komnir.Níels KarlssonÍ samtali við Vísi segir Níels að þau hjón hafi fyrst fengið veður af þessum áformum bæjarins fyrir um tveimur vikum síðan. Frestur til þess að koma með ábendingar og athugasemdir við skipulagið áður en það fór í formlegt auglýsingaferli rann út 20. apríl. „Maðurinn sem tók við lyklunum okkar á mánudaginn sagði að húsið skyldi nýtt með þessum hætti. Fram að því hafði enginn sagt eitt einasta orð við okkur,“ segir Níels og bætir við: „Þetta er ósvífið, siðlaust í rauninni. Það er eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið.“ Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið að leigja húsið - „en nú finnst okkur sem við höfum lent í höndum þjófa og í ljósi þessarar sögu er ekki að undra að við erum nú að flytja á brott frá Akureyri eftir 38 ára búsetu þar.“ Ekki náðist í Bjarka Jóhannesson, sviðsstjóra Skipulagssviðs Akureyrar, við vinnslu þessarar fréttar. Uppfært klukkan 13:45. Ekki náðist heldur í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra Akureyrar.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður fjallaði um húsið í innslagi um Þórsvöllinn í Pepsi-mörkunum árið 2011. Innslagið má sjá að neðan.
Tengdar fréttir Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og Níels Karlsson stóð í trú um þar til nýlega. 8. júlí 2017 21:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent