Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 21:22 Hið stæðilega tveggja hæða einbýlishús Níels Karlssonar skal rifið. Níels Karlsson Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49