Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 21:22 Hið stæðilega tveggja hæða einbýlishús Níels Karlssonar skal rifið. Níels Karlsson Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49