Í skoðun að setja upp fráveitukerfi við Þingvallavatn María Elísabet Pallé skrifar 21. ágúst 2017 20:00 Ferðamönnum sem koma til Þingvalla hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Framkvæmdir á 300 bíla bílastæðaplani eru áætlaðar fyrir næsta sumar. „Allt skólp frá salernum er keyrt til Reykjavíkur, annars vegar frá Hakinu og salernum sem eru niðri á völlunum, að því undanskildu að við þjónustumiðstöðina er svokallað siturbeð og jarðvegur það þykkur að skólp er hreinsað með hefðbundum hætti,“segir Ólafur Örn Haraldsson. þjóðgarðsvörður. Ólafur Örn segir að tekjur vegna salernisþjónustu sem og bílastæðagjöld dugi til að borga kostnaðinn sem myndast við flutning skólpsins. „Núna í júlí þá borguðum við fjórar milljónir fyrir þessa tæmingu og höfum greitt núna á þessu ári tíu milljónir fyrir þessa þjónustu, ef við tökum tímabilið janúar til júlí og gjaldið sem við tökum af bílastæðum og salernum dugir fyrir þessu,“ segir Ólafur. Ólafur segir að til þess að leysa málið til frambúðar þurfi að koma upp skilvirkum hreinsibúnaði. Slíkur búnaður myndi leiða allt skólp í sérstakt hreinsivirki sem hreinsar einkum köfnunarefni. „Þingvallavatn er einhver mesti dýrgripur sem við eigum í náttúru Íslands og við þurfum að leggja árherslu á að vernda og eiga þennan dýrgrip,“ segir Ólafur Örn. „Við höfum fengið mjög góða verkfræðistofu sem er Verkís til þess að fara yfir þetta og leggja fram tillögu um hreinsivirkið og búnaðinn allan, og þeir styðjast við rannsókn óháðra aðila frá Svíþjóð. Fullyrða þeir að köfnunarefnið náist í burtu en það verður úrslitaatriðið fyrir okkur þegar við samþykkjum búnaðinn,“ segir Ólafur Örn . Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Þingvalla hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Framkvæmdir á 300 bíla bílastæðaplani eru áætlaðar fyrir næsta sumar. „Allt skólp frá salernum er keyrt til Reykjavíkur, annars vegar frá Hakinu og salernum sem eru niðri á völlunum, að því undanskildu að við þjónustumiðstöðina er svokallað siturbeð og jarðvegur það þykkur að skólp er hreinsað með hefðbundum hætti,“segir Ólafur Örn Haraldsson. þjóðgarðsvörður. Ólafur Örn segir að tekjur vegna salernisþjónustu sem og bílastæðagjöld dugi til að borga kostnaðinn sem myndast við flutning skólpsins. „Núna í júlí þá borguðum við fjórar milljónir fyrir þessa tæmingu og höfum greitt núna á þessu ári tíu milljónir fyrir þessa þjónustu, ef við tökum tímabilið janúar til júlí og gjaldið sem við tökum af bílastæðum og salernum dugir fyrir þessu,“ segir Ólafur. Ólafur segir að til þess að leysa málið til frambúðar þurfi að koma upp skilvirkum hreinsibúnaði. Slíkur búnaður myndi leiða allt skólp í sérstakt hreinsivirki sem hreinsar einkum köfnunarefni. „Þingvallavatn er einhver mesti dýrgripur sem við eigum í náttúru Íslands og við þurfum að leggja árherslu á að vernda og eiga þennan dýrgrip,“ segir Ólafur Örn. „Við höfum fengið mjög góða verkfræðistofu sem er Verkís til þess að fara yfir þetta og leggja fram tillögu um hreinsivirkið og búnaðinn allan, og þeir styðjast við rannsókn óháðra aðila frá Svíþjóð. Fullyrða þeir að köfnunarefnið náist í burtu en það verður úrslitaatriðið fyrir okkur þegar við samþykkjum búnaðinn,“ segir Ólafur Örn .
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira