Lektor varar við meiri áhrifum lýðskrums Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Arnar Þór Jónsson lektor í lögfræði gagnrýndi harkalega breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. Vísir/Ernir Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira