Töff að vera nörd Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 11:00 Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi. MYND/VILHELM Þegar ég var yngri átti ég mér frekar óvenjuleg áhugamál. Ég hafði gaman af því að leika mér með stjörnustríðskalla og aðrar fígúrur og hafði mikla ánægju af öllu sem viðkom vísindaskáldskap og fantasíusögum. Þetta fannst mér eðlilegt þar sem pabbi, bræður mínir og frændfólk deildu þessum áhuga með mér. Þegar ég stækkaði fannst mér ég dálítið ein í heiminum þar sem vinir mínir voru ekki eins áhugasamir um þetta og hallaðist ég þá meira að hinum hefðbundnu stelpuleikföngum. Nördaáhuginn hefur þó fylgt mér alla tíð og mig langaði að skapa vettvang fyrir unglinga og ungmenni sem eru í sömu sporum og ég var á sínum tíma,“ segir Soffía Elín Sigurðardóttir en hún stendur fyrir svokölluðum Nexus Noobs námskeiðum í samstarfi við Nexus. „Ég hafði samband við Gísla Einarsson, eiganda Nexus, fyrir þremur árum og stakk upp á því að við héldum saman námskeið fyrir unglinga og ungmenni með nördaleg áhugamál og honum leist strax vel á hugmyndina. Markmiðið er að efla félagsstarf og tengsl milli þeirra sem hafa svipuð áhugamál, sem fylgja kannski ekki meginstraumnum en eru þó miklu merkilegri og uppbyggilegri en margir halda. Á þessum námskeiðum fá krakkar tækifæri til að ræða saman um áhugamálin og bera saman bækur sínar, prófa ný spil og víkka út áhugasviðið,“ segir Soffía Elín en hún hefur unnið sem sálfræðingur um árabil og sérhæft sig í meðferð unglinga og ungmenna.Vinsæl jaðaráhugamál Þegar talið berst að því hvað flokkist sem nördaleg áhugamál segir Soffía Elín að hægt sé að vera nörd í svo til hverju sem er. „Það þýðir í raun að hafa mikla þekkingu á einhverju ákveðnu sviði, eins og öllu sem viðkemur íþróttum, tölvum eða þess háttar. Nördaáhugamálin sem við hjá Nexus Noobs komum inn á eru vísindaskáldskapur, teiknimynda- og fantasíusögur, hlutverkaleikir, kortaspil, borðspil og herkænskuleikir. Í dag þykir bara töff að vera nörd. Lengi vel voru þetta jaðaráhugamál en þau verða sífellt vinsælli og eru að mínu mati mjög uppbyggileg. Þau krefjast skapandi hugsunar og oft mikils ímyndunarafls, það þarf að beita herkænsku, samvinnu, finna úrlausnir og geta sett sig í karakter þannig að sum reyna líka á leikræna hæfileika.“Leikir eru mikilvægir Soffía Elín segir miklu mikilvægara að leika sér en marga gruni því leikir séu bjargráðin okkar í lífinu. „Þeir gefa okkur tækifæri til að gera hluti sem okkur finnast skemmtilegir og dreifa huganum frá daglegu amstri. Leikir eru félagsleg athöfn og hafa jákvæð áhrif á fólk. Það er mikilvægt fyrir alla að geta kúplað sig út úr raunveruleikanum og gert eitthvað skemmtilegt, rétt eins og að spila fótbolta eða horfa á bíómynd,“ upplýsir hún. Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi, eins og hún segir. „Við tökum fyrir borðspil, kortaspil, LARP (Live Action Role Playing game) sem kallast kvikspuni á íslensku, búningagerð og hlutverkaspil. Þarnæstu helgi verður síðan sérstakt LARP helgarnámskeið sem Bjarni Svanur útfærir og stýrir.“Út fyrir rammann Þátttakendur fá að búa til vopn, sæta bardagaþjálfun og síðan er spilað ævintýri þar sem þátttakendur fá að leysa þrautir og takast á við ýmsar aðstæður – allt saman í karakter. „Á Nexus Noobs námskeiðunum leggjum við áherslu á jákvæð samskipti og félagatengsl og einu reglurnar eru að koma vel fram við alla og dissa ekki áhugamál annarra. Ég vil endilega að krakkarnir prófi ný áhugamál eða læri meira um það sem þau þegar þekkja. Fyrir öllu er að vera skapandi og það má fara út fyrir rammann.“ Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Þegar ég var yngri átti ég mér frekar óvenjuleg áhugamál. Ég hafði gaman af því að leika mér með stjörnustríðskalla og aðrar fígúrur og hafði mikla ánægju af öllu sem viðkom vísindaskáldskap og fantasíusögum. Þetta fannst mér eðlilegt þar sem pabbi, bræður mínir og frændfólk deildu þessum áhuga með mér. Þegar ég stækkaði fannst mér ég dálítið ein í heiminum þar sem vinir mínir voru ekki eins áhugasamir um þetta og hallaðist ég þá meira að hinum hefðbundnu stelpuleikföngum. Nördaáhuginn hefur þó fylgt mér alla tíð og mig langaði að skapa vettvang fyrir unglinga og ungmenni sem eru í sömu sporum og ég var á sínum tíma,“ segir Soffía Elín Sigurðardóttir en hún stendur fyrir svokölluðum Nexus Noobs námskeiðum í samstarfi við Nexus. „Ég hafði samband við Gísla Einarsson, eiganda Nexus, fyrir þremur árum og stakk upp á því að við héldum saman námskeið fyrir unglinga og ungmenni með nördaleg áhugamál og honum leist strax vel á hugmyndina. Markmiðið er að efla félagsstarf og tengsl milli þeirra sem hafa svipuð áhugamál, sem fylgja kannski ekki meginstraumnum en eru þó miklu merkilegri og uppbyggilegri en margir halda. Á þessum námskeiðum fá krakkar tækifæri til að ræða saman um áhugamálin og bera saman bækur sínar, prófa ný spil og víkka út áhugasviðið,“ segir Soffía Elín en hún hefur unnið sem sálfræðingur um árabil og sérhæft sig í meðferð unglinga og ungmenna.Vinsæl jaðaráhugamál Þegar talið berst að því hvað flokkist sem nördaleg áhugamál segir Soffía Elín að hægt sé að vera nörd í svo til hverju sem er. „Það þýðir í raun að hafa mikla þekkingu á einhverju ákveðnu sviði, eins og öllu sem viðkemur íþróttum, tölvum eða þess háttar. Nördaáhugamálin sem við hjá Nexus Noobs komum inn á eru vísindaskáldskapur, teiknimynda- og fantasíusögur, hlutverkaleikir, kortaspil, borðspil og herkænskuleikir. Í dag þykir bara töff að vera nörd. Lengi vel voru þetta jaðaráhugamál en þau verða sífellt vinsælli og eru að mínu mati mjög uppbyggileg. Þau krefjast skapandi hugsunar og oft mikils ímyndunarafls, það þarf að beita herkænsku, samvinnu, finna úrlausnir og geta sett sig í karakter þannig að sum reyna líka á leikræna hæfileika.“Leikir eru mikilvægir Soffía Elín segir miklu mikilvægara að leika sér en marga gruni því leikir séu bjargráðin okkar í lífinu. „Þeir gefa okkur tækifæri til að gera hluti sem okkur finnast skemmtilegir og dreifa huganum frá daglegu amstri. Leikir eru félagsleg athöfn og hafa jákvæð áhrif á fólk. Það er mikilvægt fyrir alla að geta kúplað sig út úr raunveruleikanum og gert eitthvað skemmtilegt, rétt eins og að spila fótbolta eða horfa á bíómynd,“ upplýsir hún. Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi, eins og hún segir. „Við tökum fyrir borðspil, kortaspil, LARP (Live Action Role Playing game) sem kallast kvikspuni á íslensku, búningagerð og hlutverkaspil. Þarnæstu helgi verður síðan sérstakt LARP helgarnámskeið sem Bjarni Svanur útfærir og stýrir.“Út fyrir rammann Þátttakendur fá að búa til vopn, sæta bardagaþjálfun og síðan er spilað ævintýri þar sem þátttakendur fá að leysa þrautir og takast á við ýmsar aðstæður – allt saman í karakter. „Á Nexus Noobs námskeiðunum leggjum við áherslu á jákvæð samskipti og félagatengsl og einu reglurnar eru að koma vel fram við alla og dissa ekki áhugamál annarra. Ég vil endilega að krakkarnir prófi ný áhugamál eða læri meira um það sem þau þegar þekkja. Fyrir öllu er að vera skapandi og það má fara út fyrir rammann.“
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira