Töff að vera nörd Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 11:00 Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi. MYND/VILHELM Þegar ég var yngri átti ég mér frekar óvenjuleg áhugamál. Ég hafði gaman af því að leika mér með stjörnustríðskalla og aðrar fígúrur og hafði mikla ánægju af öllu sem viðkom vísindaskáldskap og fantasíusögum. Þetta fannst mér eðlilegt þar sem pabbi, bræður mínir og frændfólk deildu þessum áhuga með mér. Þegar ég stækkaði fannst mér ég dálítið ein í heiminum þar sem vinir mínir voru ekki eins áhugasamir um þetta og hallaðist ég þá meira að hinum hefðbundnu stelpuleikföngum. Nördaáhuginn hefur þó fylgt mér alla tíð og mig langaði að skapa vettvang fyrir unglinga og ungmenni sem eru í sömu sporum og ég var á sínum tíma,“ segir Soffía Elín Sigurðardóttir en hún stendur fyrir svokölluðum Nexus Noobs námskeiðum í samstarfi við Nexus. „Ég hafði samband við Gísla Einarsson, eiganda Nexus, fyrir þremur árum og stakk upp á því að við héldum saman námskeið fyrir unglinga og ungmenni með nördaleg áhugamál og honum leist strax vel á hugmyndina. Markmiðið er að efla félagsstarf og tengsl milli þeirra sem hafa svipuð áhugamál, sem fylgja kannski ekki meginstraumnum en eru þó miklu merkilegri og uppbyggilegri en margir halda. Á þessum námskeiðum fá krakkar tækifæri til að ræða saman um áhugamálin og bera saman bækur sínar, prófa ný spil og víkka út áhugasviðið,“ segir Soffía Elín en hún hefur unnið sem sálfræðingur um árabil og sérhæft sig í meðferð unglinga og ungmenna.Vinsæl jaðaráhugamál Þegar talið berst að því hvað flokkist sem nördaleg áhugamál segir Soffía Elín að hægt sé að vera nörd í svo til hverju sem er. „Það þýðir í raun að hafa mikla þekkingu á einhverju ákveðnu sviði, eins og öllu sem viðkemur íþróttum, tölvum eða þess háttar. Nördaáhugamálin sem við hjá Nexus Noobs komum inn á eru vísindaskáldskapur, teiknimynda- og fantasíusögur, hlutverkaleikir, kortaspil, borðspil og herkænskuleikir. Í dag þykir bara töff að vera nörd. Lengi vel voru þetta jaðaráhugamál en þau verða sífellt vinsælli og eru að mínu mati mjög uppbyggileg. Þau krefjast skapandi hugsunar og oft mikils ímyndunarafls, það þarf að beita herkænsku, samvinnu, finna úrlausnir og geta sett sig í karakter þannig að sum reyna líka á leikræna hæfileika.“Leikir eru mikilvægir Soffía Elín segir miklu mikilvægara að leika sér en marga gruni því leikir séu bjargráðin okkar í lífinu. „Þeir gefa okkur tækifæri til að gera hluti sem okkur finnast skemmtilegir og dreifa huganum frá daglegu amstri. Leikir eru félagsleg athöfn og hafa jákvæð áhrif á fólk. Það er mikilvægt fyrir alla að geta kúplað sig út úr raunveruleikanum og gert eitthvað skemmtilegt, rétt eins og að spila fótbolta eða horfa á bíómynd,“ upplýsir hún. Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi, eins og hún segir. „Við tökum fyrir borðspil, kortaspil, LARP (Live Action Role Playing game) sem kallast kvikspuni á íslensku, búningagerð og hlutverkaspil. Þarnæstu helgi verður síðan sérstakt LARP helgarnámskeið sem Bjarni Svanur útfærir og stýrir.“Út fyrir rammann Þátttakendur fá að búa til vopn, sæta bardagaþjálfun og síðan er spilað ævintýri þar sem þátttakendur fá að leysa þrautir og takast á við ýmsar aðstæður – allt saman í karakter. „Á Nexus Noobs námskeiðunum leggjum við áherslu á jákvæð samskipti og félagatengsl og einu reglurnar eru að koma vel fram við alla og dissa ekki áhugamál annarra. Ég vil endilega að krakkarnir prófi ný áhugamál eða læri meira um það sem þau þegar þekkja. Fyrir öllu er að vera skapandi og það má fara út fyrir rammann.“ Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Þegar ég var yngri átti ég mér frekar óvenjuleg áhugamál. Ég hafði gaman af því að leika mér með stjörnustríðskalla og aðrar fígúrur og hafði mikla ánægju af öllu sem viðkom vísindaskáldskap og fantasíusögum. Þetta fannst mér eðlilegt þar sem pabbi, bræður mínir og frændfólk deildu þessum áhuga með mér. Þegar ég stækkaði fannst mér ég dálítið ein í heiminum þar sem vinir mínir voru ekki eins áhugasamir um þetta og hallaðist ég þá meira að hinum hefðbundnu stelpuleikföngum. Nördaáhuginn hefur þó fylgt mér alla tíð og mig langaði að skapa vettvang fyrir unglinga og ungmenni sem eru í sömu sporum og ég var á sínum tíma,“ segir Soffía Elín Sigurðardóttir en hún stendur fyrir svokölluðum Nexus Noobs námskeiðum í samstarfi við Nexus. „Ég hafði samband við Gísla Einarsson, eiganda Nexus, fyrir þremur árum og stakk upp á því að við héldum saman námskeið fyrir unglinga og ungmenni með nördaleg áhugamál og honum leist strax vel á hugmyndina. Markmiðið er að efla félagsstarf og tengsl milli þeirra sem hafa svipuð áhugamál, sem fylgja kannski ekki meginstraumnum en eru þó miklu merkilegri og uppbyggilegri en margir halda. Á þessum námskeiðum fá krakkar tækifæri til að ræða saman um áhugamálin og bera saman bækur sínar, prófa ný spil og víkka út áhugasviðið,“ segir Soffía Elín en hún hefur unnið sem sálfræðingur um árabil og sérhæft sig í meðferð unglinga og ungmenna.Vinsæl jaðaráhugamál Þegar talið berst að því hvað flokkist sem nördaleg áhugamál segir Soffía Elín að hægt sé að vera nörd í svo til hverju sem er. „Það þýðir í raun að hafa mikla þekkingu á einhverju ákveðnu sviði, eins og öllu sem viðkemur íþróttum, tölvum eða þess háttar. Nördaáhugamálin sem við hjá Nexus Noobs komum inn á eru vísindaskáldskapur, teiknimynda- og fantasíusögur, hlutverkaleikir, kortaspil, borðspil og herkænskuleikir. Í dag þykir bara töff að vera nörd. Lengi vel voru þetta jaðaráhugamál en þau verða sífellt vinsælli og eru að mínu mati mjög uppbyggileg. Þau krefjast skapandi hugsunar og oft mikils ímyndunarafls, það þarf að beita herkænsku, samvinnu, finna úrlausnir og geta sett sig í karakter þannig að sum reyna líka á leikræna hæfileika.“Leikir eru mikilvægir Soffía Elín segir miklu mikilvægara að leika sér en marga gruni því leikir séu bjargráðin okkar í lífinu. „Þeir gefa okkur tækifæri til að gera hluti sem okkur finnast skemmtilegir og dreifa huganum frá daglegu amstri. Leikir eru félagsleg athöfn og hafa jákvæð áhrif á fólk. Það er mikilvægt fyrir alla að geta kúplað sig út úr raunveruleikanum og gert eitthvað skemmtilegt, rétt eins og að spila fótbolta eða horfa á bíómynd,“ upplýsir hún. Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgissyni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi, eins og hún segir. „Við tökum fyrir borðspil, kortaspil, LARP (Live Action Role Playing game) sem kallast kvikspuni á íslensku, búningagerð og hlutverkaspil. Þarnæstu helgi verður síðan sérstakt LARP helgarnámskeið sem Bjarni Svanur útfærir og stýrir.“Út fyrir rammann Þátttakendur fá að búa til vopn, sæta bardagaþjálfun og síðan er spilað ævintýri þar sem þátttakendur fá að leysa þrautir og takast á við ýmsar aðstæður – allt saman í karakter. „Á Nexus Noobs námskeiðunum leggjum við áherslu á jákvæð samskipti og félagatengsl og einu reglurnar eru að koma vel fram við alla og dissa ekki áhugamál annarra. Ég vil endilega að krakkarnir prófi ný áhugamál eða læri meira um það sem þau þegar þekkja. Fyrir öllu er að vera skapandi og það má fara út fyrir rammann.“
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira