Segir eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum á Akureyri að engu leyti ábótavant Anton Egilsson skrifar 30. september 2017 20:49 Frá leik Þórs og KR. Vísir/Eyþór Eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum á Akureyri er að engu leyti ábótavant að sögn Ellerts Arnar Erlingssonar, íþróttafulltrúa bæjarins. Unglingaráð körfuboltadeildar Þórs gagnrýndi bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýsingu í gær í kjölfar þess að hættulegt óhapp varð í íþróttasal Glerárskóla á fimmtudaginn þegar körfuboltaæfingu var að ljúka. Óhappið varð með þeim hætti að stálvír sem hélt uppi annarri stóru aðalkörfunni í salnum slitnaði með þeim afleiðingum að hann sveiflaðist til með veggfestingunni, bolta og járni og skall í gólfið með miklum látum. Voru iðkendur að ganga frá þegar óhappið varð og féll festingin niður skammt frá einum þeirra. Sjá: Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhappÍ kjölfar gagnrýninnar sendi Akureyrarbær frá sér yfirlýsingu í kvöld en í henni segir Ellert Örn Erlingsson, íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, að eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum sé ekki með nokkru móti ábótavant. „Vegna óhapps sem varð í íþróttahúsi Glerárskóla á fimmtudag, vill íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, Ellert Örn Erlingsson, að skýrt komi fram að eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum bæjarins er að engu leyti ábótavant. Verið var að hífa upp körfu eftir körfuboltaæfingu þegar togvír slitnaði og festing á öryggiskeðju gaf sig. Önnur öryggiskeðja hélt þó og karfan stöðvaðist því í þeirri hæð sem hún er venjulega höfð í þegar hún er í notkun,“ segir í yfirlýsingunni. Segist hann harma óhappið og að tildrög þess verði skoðuð. „Hér er um grafalvarlegt óhapp að ræða og í raun furðulegt að vírinn, sem er aðeins um árs gamall, skyldi slitna. Öllum körfuboltaæfingum í Glerárskóla hefur nú verið hætt um óákveðinn tíma á meðan farið verður betur í saumana á því sem gerðist og flytjast æfingar þar með í Íþróttahöllina og íþróttahús Naustaskóla. Að sjálfsögðu harma ég þetta óhapp og það er og hefur verið algjört forgangsatriði hjá okkur að tryggja öryggi þeirra barna sem iðka íþróttir í bænum. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við ÍBA og íþróttahreyfinguna á Akureyri um uppbyggingu og viðhald mannvirkja.“ Öryggi barna sé ávallt í fyrsta sæti „Starfsmenn bæjarins brugðust strax við þegar vírinn slitnaði og það verða engar körfuboltaæfingar þarna fyrst um sinn a.m.k. Öryggið þarf að vera algjörlega tryggt og allt til þess gert að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti átt sér stað. Það skiptir öllu máli að ekki urðu slys á fólki. Öryggi barnanna okkar er auðvitað alltaf númer eitt,“ segir Ellert Örn að lokum. Tengdar fréttir Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhapp Unglingaráð körfuboltadeildar Þórs gagnrýnir bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýsingu í gær. 30. september 2017 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum á Akureyri er að engu leyti ábótavant að sögn Ellerts Arnar Erlingssonar, íþróttafulltrúa bæjarins. Unglingaráð körfuboltadeildar Þórs gagnrýndi bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýsingu í gær í kjölfar þess að hættulegt óhapp varð í íþróttasal Glerárskóla á fimmtudaginn þegar körfuboltaæfingu var að ljúka. Óhappið varð með þeim hætti að stálvír sem hélt uppi annarri stóru aðalkörfunni í salnum slitnaði með þeim afleiðingum að hann sveiflaðist til með veggfestingunni, bolta og járni og skall í gólfið með miklum látum. Voru iðkendur að ganga frá þegar óhappið varð og féll festingin niður skammt frá einum þeirra. Sjá: Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhappÍ kjölfar gagnrýninnar sendi Akureyrarbær frá sér yfirlýsingu í kvöld en í henni segir Ellert Örn Erlingsson, íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, að eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum sé ekki með nokkru móti ábótavant. „Vegna óhapps sem varð í íþróttahúsi Glerárskóla á fimmtudag, vill íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, Ellert Örn Erlingsson, að skýrt komi fram að eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum bæjarins er að engu leyti ábótavant. Verið var að hífa upp körfu eftir körfuboltaæfingu þegar togvír slitnaði og festing á öryggiskeðju gaf sig. Önnur öryggiskeðja hélt þó og karfan stöðvaðist því í þeirri hæð sem hún er venjulega höfð í þegar hún er í notkun,“ segir í yfirlýsingunni. Segist hann harma óhappið og að tildrög þess verði skoðuð. „Hér er um grafalvarlegt óhapp að ræða og í raun furðulegt að vírinn, sem er aðeins um árs gamall, skyldi slitna. Öllum körfuboltaæfingum í Glerárskóla hefur nú verið hætt um óákveðinn tíma á meðan farið verður betur í saumana á því sem gerðist og flytjast æfingar þar með í Íþróttahöllina og íþróttahús Naustaskóla. Að sjálfsögðu harma ég þetta óhapp og það er og hefur verið algjört forgangsatriði hjá okkur að tryggja öryggi þeirra barna sem iðka íþróttir í bænum. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við ÍBA og íþróttahreyfinguna á Akureyri um uppbyggingu og viðhald mannvirkja.“ Öryggi barna sé ávallt í fyrsta sæti „Starfsmenn bæjarins brugðust strax við þegar vírinn slitnaði og það verða engar körfuboltaæfingar þarna fyrst um sinn a.m.k. Öryggið þarf að vera algjörlega tryggt og allt til þess gert að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti átt sér stað. Það skiptir öllu máli að ekki urðu slys á fólki. Öryggi barnanna okkar er auðvitað alltaf númer eitt,“ segir Ellert Örn að lokum.
Tengdar fréttir Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhapp Unglingaráð körfuboltadeildar Þórs gagnrýnir bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýsingu í gær. 30. september 2017 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhapp Unglingaráð körfuboltadeildar Þórs gagnrýnir bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýsingu í gær. 30. september 2017 06:00