Þórdís svarar Eiríki: „Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:51 Þórdís Elva segir að Eiríkur sé hluti af vandamálinu Frétt Eiríks Jónssonar um klæðaburð Kolbrúnar Benediktsdóttur hefur vakið mikla athygli í dag. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir birti mynd af sér í opinni færslu á Facebook í dag með skilaboðum til Eiríks. „Hey Eiríkur Jónsson, værirðu til í að senda mér lista yfir störfin sem ég má sinna í þessum bol? Mætti ég t.d. klæðast honum í Druslugöngunni til að mótmæla kynbundnu ofbeldi, en ekki ef ég ynni að sakamáli sem byggði á kynbundnu ofbeldi? Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar,“ skrifaði Þórdís Elva. Eiríkur skrifaði í athugasemd við myndina: „Þú mátt klæðast hverju sem er og saksóknarar líka. Fréttin var lesendabréf.“ Þórdís Elva var þó snögg að svara honum: „Ef þú velur að birta nafnlaust lesendabréf sem lýsir kvenfyrirlitningu, og tekur þér auk þess tíma í að velja ljósmynd til að fylgja með því, sem hlutgerir eina færustu konu íslensks réttarkerfis, þá ertu ekki bara sendiboðinn, Eiríkur. Þá ertu hluti af vandamálinu.“„Þetta endurspeglar ekki á neinn hátt mínar skoðanir,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa íhugað að taka færsluna úr birtingu. „Þetta er ekki skoðun mín, heldur póstur sem ég fékk. Hann var birtur sem lesendabréf.“ Eiríkur segir að lesendabréf séu birt daglega á síðunni en hann birti samt ekki allt sem hann fær sent. „Bara svona það sem mér lýst á,“ útskýrir Eiríkur. „Ég botna ekkert í því, þetta er ekki mín skoðun, það stóð hvergi,“ svarar Eiríkur aðspurður um viðbrögðin sem fréttin fékk í dag. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag hafa margir tjáð sig um þessa umdeildu frétt. Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri var einn þeirra sem birti mynd af sér á Twitter með skilaboðum til Eiríks.er að fara að vinna. er bolurinn nokkuð of fleginn? við hæfi? #ekkiviðhæfi pic.twitter.com/zRS46LfD7U— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 22, 2017 Tengdar fréttir Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Frétt Eiríks Jónssonar um klæðaburð Kolbrúnar Benediktsdóttur hefur vakið mikla athygli í dag. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir birti mynd af sér í opinni færslu á Facebook í dag með skilaboðum til Eiríks. „Hey Eiríkur Jónsson, værirðu til í að senda mér lista yfir störfin sem ég má sinna í þessum bol? Mætti ég t.d. klæðast honum í Druslugöngunni til að mótmæla kynbundnu ofbeldi, en ekki ef ég ynni að sakamáli sem byggði á kynbundnu ofbeldi? Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar,“ skrifaði Þórdís Elva. Eiríkur skrifaði í athugasemd við myndina: „Þú mátt klæðast hverju sem er og saksóknarar líka. Fréttin var lesendabréf.“ Þórdís Elva var þó snögg að svara honum: „Ef þú velur að birta nafnlaust lesendabréf sem lýsir kvenfyrirlitningu, og tekur þér auk þess tíma í að velja ljósmynd til að fylgja með því, sem hlutgerir eina færustu konu íslensks réttarkerfis, þá ertu ekki bara sendiboðinn, Eiríkur. Þá ertu hluti af vandamálinu.“„Þetta endurspeglar ekki á neinn hátt mínar skoðanir,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa íhugað að taka færsluna úr birtingu. „Þetta er ekki skoðun mín, heldur póstur sem ég fékk. Hann var birtur sem lesendabréf.“ Eiríkur segir að lesendabréf séu birt daglega á síðunni en hann birti samt ekki allt sem hann fær sent. „Bara svona það sem mér lýst á,“ útskýrir Eiríkur. „Ég botna ekkert í því, þetta er ekki mín skoðun, það stóð hvergi,“ svarar Eiríkur aðspurður um viðbrögðin sem fréttin fékk í dag. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag hafa margir tjáð sig um þessa umdeildu frétt. Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri var einn þeirra sem birti mynd af sér á Twitter með skilaboðum til Eiríks.er að fara að vinna. er bolurinn nokkuð of fleginn? við hæfi? #ekkiviðhæfi pic.twitter.com/zRS46LfD7U— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 22, 2017
Tengdar fréttir Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35