#Segðunei er ný herferð Europol gegn ofbeldi gegn börnum á netinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 08:57 Börn eru sérstaklega varnarlaus á netinu. NordicPhotos/Getty Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa gefið út viðvörun vegna ofbeldis gegn börnum á netinu. Europol hefur í kjölfarið hafið herferð gegn stafrænum þvingunaraðgerðum, blekkingum, hótunum og kúgunum gagnvart börnum. Herferðin ber heitið #Segðunei eða #Sayno og miðar að því að veita fórnarlömbum sem og mögulegum fórnalömbum ráð. Einnig hvetja samtökin til þess að mál sem þessi séu tilkynnt en þau eru sjaldan tilkynnt til lögreglu. Í tilkynningu frá Barnaheillum kemur fram að algengast sé að börn séu þvinguð til að senda af sér kynferðislegar myndir. Til að koma í veg fyrir opinbera birtingu þeirra þurfa þau að greiða fyrir öryggið. Stúlkur eru í meirihluta barna sem beitt eru kynferðislegum kúgunum á meðan drengir lenda oftar í fjárkúgunum á netinu. Hluti af herferðinni er stuttmynd sem gefin er út í tengslum við herferðina. Myndin hjálpar fólki að átta sig á ferlinu ásamt því að veita ráðleggingar um netnotkun. Myndin er fáanleg á öllum tungumálum Evrópusambandslandanna. „Börn nota Internetið í meira og meira mæli til að eiga samskipti og tengjast félagslega. Það ætti að geta talist eðlilegur hluti af þroska þeirra, en við verðum að fræða þau um þær hættur sem þau kunna að mæta þar svo netumhverfið verði þeim eins öruggt og mögulegt er,“ segir Stefen Wilson, yfirmaður netglæpa í Evrópu hjá Europol.Skilaboð Europol til þeirra sem lenda í þessum netglæpum eru: Ekki borga og ekki láta skömmina stöðva þig í að tilkynna til lögreglu eða ábendingalínu. Ef einhver hótar þér að deila kynferðislegum myndum eða myndböndum af þér nema þú sendir þeim meira eða borgir þeim fyrir, taktu þessi skref:Ekki deila meiru, ekki borga neitt.Leitaðu hjálpar. Þú ert ekki ein/einn.Geymdu sönnunargögn, ekki eyða neinu.Hættu samskiptunum. Blokkeraðu manneskjuna.Tilkynntu til lögreglu eða ábendingalínu. Barnaheill rekur ábendingalínu hér á landi og vinnu náið með ríkislögreglustjóra. Þar er hægt að tilkynna mál sem þessi ásamt því að hafa samband við lögreglu. Tengdar fréttir Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. 27. maí 2017 19:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa gefið út viðvörun vegna ofbeldis gegn börnum á netinu. Europol hefur í kjölfarið hafið herferð gegn stafrænum þvingunaraðgerðum, blekkingum, hótunum og kúgunum gagnvart börnum. Herferðin ber heitið #Segðunei eða #Sayno og miðar að því að veita fórnarlömbum sem og mögulegum fórnalömbum ráð. Einnig hvetja samtökin til þess að mál sem þessi séu tilkynnt en þau eru sjaldan tilkynnt til lögreglu. Í tilkynningu frá Barnaheillum kemur fram að algengast sé að börn séu þvinguð til að senda af sér kynferðislegar myndir. Til að koma í veg fyrir opinbera birtingu þeirra þurfa þau að greiða fyrir öryggið. Stúlkur eru í meirihluta barna sem beitt eru kynferðislegum kúgunum á meðan drengir lenda oftar í fjárkúgunum á netinu. Hluti af herferðinni er stuttmynd sem gefin er út í tengslum við herferðina. Myndin hjálpar fólki að átta sig á ferlinu ásamt því að veita ráðleggingar um netnotkun. Myndin er fáanleg á öllum tungumálum Evrópusambandslandanna. „Börn nota Internetið í meira og meira mæli til að eiga samskipti og tengjast félagslega. Það ætti að geta talist eðlilegur hluti af þroska þeirra, en við verðum að fræða þau um þær hættur sem þau kunna að mæta þar svo netumhverfið verði þeim eins öruggt og mögulegt er,“ segir Stefen Wilson, yfirmaður netglæpa í Evrópu hjá Europol.Skilaboð Europol til þeirra sem lenda í þessum netglæpum eru: Ekki borga og ekki láta skömmina stöðva þig í að tilkynna til lögreglu eða ábendingalínu. Ef einhver hótar þér að deila kynferðislegum myndum eða myndböndum af þér nema þú sendir þeim meira eða borgir þeim fyrir, taktu þessi skref:Ekki deila meiru, ekki borga neitt.Leitaðu hjálpar. Þú ert ekki ein/einn.Geymdu sönnunargögn, ekki eyða neinu.Hættu samskiptunum. Blokkeraðu manneskjuna.Tilkynntu til lögreglu eða ábendingalínu. Barnaheill rekur ábendingalínu hér á landi og vinnu náið með ríkislögreglustjóra. Þar er hægt að tilkynna mál sem þessi ásamt því að hafa samband við lögreglu.
Tengdar fréttir Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. 27. maí 2017 19:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. 27. maí 2017 19:30