Átröskunarsjúklingar leita meðferðar í útlöndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2017 19:15 Yfir hundrað konur leita til átröskunarteymisins árlega og margar fara til útlanda í sólarhringsmeðferð NORDICPHOTOS/AFP Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira