Skilja oft í viku Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. desember 2017 09:00 Unnur og Björn tóku fæðingarorlofinu alvarlega. Nú eru þau byrjuð að vinna aftur og njóta dyggrar aðstoðar foreldra sinna. Visir/Eyþór Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eignuðust tvíbura á árinu. Því þurfti að gera hlé á sýningum á verkinu Brot úr hjónabandi sem hófust á síðasta ári og slógu í gegn. Nú hafa þau snúið aftur á leiksviðið í þessu verki þar sem samlíf hjóna er undir smásjánni. Unnur og Björn eru nú foreldrar fjögurra barna. Elstur er Dagur tíu ára, Þá Bryndís sem er orðin fimm ára og síðasta vor eignuðust þau tvíbura, þá Stefán og Björn. Þeir eru orðnir níu mánaða gamlir. Hjónin taka þá með sér á veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík og ætlunin er að nýta sér hádegislúrinn sem þeir eru vanir að taka sér til skrafs við blaðamann. „Við fáum mjög mikla hjálp frá foreldrum okkar,“ segir Unnur. „Þegar ég vissi að ég ætti von á tvíburum þá hugsaði ég með mér: Jæja, ég fer ekkert aftur á svið. Nú er þetta búið. En nú er ég bara byrjuð að vinna og það gengur allt saman upp og gefur okkur meira að segja aukinn kraft og innblástur á heimilinu. En það er svolítið klikkað að koma beint úr fæðingarorlofi og skilja við manninn sinn oft í viku,“ segir Unnur frá og vísar í sýninguna og nefnir jafnframt að íslenskir listamenn veki furðu með sinni barnafjöld úti í heimi. „Við þykjum biluð hérna á Íslandi. Úti eiga leikarar og listamenn ekki svona mörg börn, fólk fær bara sjokk þegar það hittir íslenska listamenn. En hér heima virðist þetta ganga. Það er kannski af því að við búum í litlu samfélagi. Hjálpin er víða og nær.“Töluðu við foreldra tvíbura Þau segjast hafa tekið fæðingarorlofið alvarlega. Notið þess að vera með börnunum. „Þetta hefur verið dásamlegur tími. Við fórum í langt og gott fæðingarorlof. Foreldrar okkar hjálpa til, þau taka börnin til skiptis þegar við erum að sýna. Annars gengi þetta ekki upp,“ segir Björn. En forgangsröðunin er breytt. Hún breyttist strax með okkar fyrsta barni. Við erum auðvitað með fjögur börn sem öll eru undir tíu ára aldri. Það er að mörgu að huga. Maður má ekki smyrja sér þunnt. Öll börnin þurfa sína athygli,“ segir Björn um fjölskyldulífið. Tvíburarnir eru ekkert á því að lúra. Finna líklega á sér að það er stuð í bæjarferð. Það er svolítið eins og að fylgjast með loftfimleikaatriði að horfa á Unni og Björn handleika þá litlu. Þeir vilja sitja til skiptis hjá foreldrum sínum. Annar er rólegur og íhugull. Hinn er örari og hreyfir sig öllu kröftuglegar í fangi foreldra sinna. „Það er svolítið tryllt að eiga tvíbura. Aldrei hefði okkar grunað þetta. Þetta er fáránlega skemmtilegt, þetta er tvöföld hamingja. Það eru svo margir sem vorkenna okkur og jafnvel votta okkur samúð sína,“ segir Unnur og hlær. „Við ræddum við ótal tvíburaforeldra til að undirbúa okkur,“ segir Björn frá. „Já, það var ágætis væntingastjórnun,“ segir Unnur. „Eitt foreldranna sagðist ekki muna eftir þremur eða fjórum árum úr lífi sínu,“ segir Björn. „Ég hélt mér hefði misheyrst. Mánuðum?“ spurði ég. „Nei, árum!“ „Og vinur okkar Benedikt Erlings sem á tvíbura, hann sagði bara: Ég samhryggist! Sem var nú sagt í mikilli kaldhæðni eins og honum einum er lagið,“ segir Unnur.Mörkin eru óljós á milli einkalífs og listar í verkinu Brot út hjónabandi.Forgangsröðunin er skýr Unnur hefur verið í tökum á Ófærð 2 meðfram sýningum á Brotum úr hjónabandi og næsta þáttaröð af Föngum, hugarsmíð hennar og Nínu Daggar Filippusdóttur, er í vinnslu. „Tökudagarnir mínir eru mest nálægt borginni og það er virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það er mjög stórt í sniðum, Hollywood-bragur á þessu öllu saman. Gríðarlega mannmargt verkefni, við erum úti í vondu veðri, mikið fjör og svo er bara ótrúleg fagmennska í tökuliðinu og hjá öllum aðstandendum. Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru svo að skrifa handritið að Föngum 2. Við Nína Dögg erum á hliðarlínunni að fylgjast með skrifunum. Það er skapandi og skemmtilegt. Við erum auðvitað með marga bolta á lofti. En forgangsröðunin er skýr hjá mér og Bjössa. Fjölskyldan og börnin eru númer eitt.“Verkið olli skilnaðaröldu Verkið Brot úr hjónabandi er byggt á einu þekktasta verki úr smiðju Ingmars Bergmans. Sjónvarpsþáttaröðinni „Scener ur ett äktenskap“. Verkið fjallaði um hjónabandsvanda fólks og var sýnt árið 1973. Það er karllægt. Það má segja að í verkinu hafi konur horfst í augu við sársaukafullt hlutskipti og óréttlæti og sýningar þáttanna ollu skilnaðaröldu í Svíþjóð. Ólafur Egill Egilsson samdi úr efniviðnum nýja leikgerð. Færði verkið til nútímans í samvinnu við þau Unni og Björn. Í uppfærslunni er verið að leika sér að þeirri staðreynd að Unnur og Björn eru hjón. Að hugmyndinni að verkið gæti eins verið um þau. Það gefur sýningunni sérstakt gildi hvernig samspil þeirra úr einkalífinu smitar af sér í samleik þeirra á sviði. Það þarf líkast til nokkurn kjark til þess að takast á við hlutverkin á þessum forsendum. Að nota einkalíf sitt sem efnivið í leiksýningu. Með því magnast spennan því mörkin færast til. Áhorfendur vita ekki alltaf hvenær Unnur og Björn setja á svið og hvenær þau fella grímuna. Inn í leiksýninguna fléttast í þokkabót myndskeið úr þeirra einkalífi með öðrum sem eru framleidd fyrir sýninguna. Plakatið sjálft fyrir leiksýninguna er stæling á þeirra eigin brúðkaupsmynd.Unnur með Stefán í fanginu og Björn með nafna sinn. Fæðingarorlofið hefur verið ljúft.Afhjúpa sig í listinni„Ég sagði við Bjössa á síðustu sýningu: Það er rosaleg naflaskoðun í gangi í leikhúsinu. Leikur með mörk og markaleysi. Við erum að hleypa fólki í stofuna hjá okkur.“ „Þetta er viðkvæmt í faginu. Að setja eigin persónu í forgrunn,“ segir Björn. „En það er líka tíðarandinn. Það er ákveðið samtal sem á sér stað í samtímamenningu okkar, sem hefur orðið með tilkomu samfélagsmiðla, fjölmiðla. Við sjáum þetta í sjónvarpi, tónlist, bókmenntum. Listamenn taka í auknum mæli líf sitt og afhjúpa sig í listinni. Fjalla um sig sjálfa. Björk Guðmundsdóttir gerir þetta í tónlist sinni á áhrifaríkan hátt. Það er spennandi að taka þátt í þessari þróun. En upp að ákveðnum mörkum. Því það er stuttur vegur á milli þess að fjalla um líf sitt í samhengi og þess að gera það í sjálfhverfu, þetta er viðkvæmur línudans,“ segir hann. „Verkið er ekki líf okkar. Þetta eru ekki orðin okkar. En samt göngum við ansi nærri okkur persónulega. Óli Egill leikstjóri lagði upp með afhjúpandi leikstíl, að búa sem minnst til, ekki sýna heldur vera. Við njótum þeirra forréttinda að vera á besta sviði landsins, litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þar sem ekki þarf að beita þessari stórasviðstækni. Þá er hægt að vera organískur og eðlilegur. Nær kvikmyndaleiksforminu. Þá gefst einnig færið á að færa til mörkin, þannig að áhorfandinn ruglast í ríminu. Skynjar ekki vel hvenær maður er að fella grímuna, þegar það næst er það rafmagnað og spennandi,“ segir Unnur.Úr uppfærslunni af litla sviði Borgarleikhússins.Fannst þeim einhvern tímann erfitt að vinna saman?„Nei, alls ekki. Það er erfitt að vinna í leikhúsi sem er nærgöngull vettvangur ef það er ekki traust eða fólk á ekki samleið. Rekst á. Þá verður allt erfitt. Óbærilega erfitt. Sem betur fer er það algjör undantekning að það gerist. Þá fara allir að hugsa um sjálfa sig,“ segir Unnur. „En þetta er allt til staðar hjá okkur. Við höfum unnið saman í nokkrum verkefnum og það hefur alltaf verið frábær reynsla,“ segir Björn. „Auðvitað er samt mikil áhætta fólgin í því að fara í svona aðgangshart og persónulegt verk. Það var samt aldrei spurning hvort við myndum treysta okkur í þetta,“ bætir Unnur við um samstarf þeirra hjóna.Eins og stór fjölskyldaVerkið hefur flætt með lífi þeirra hjóna og reyndar atburðum í samfélaginu sjálfu. Unnur lék í verkinu þar til hún var orðin kasólétt. Við það myndaðist spenna á sviðinu. Og nú þegar #metoo byltingin er að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og samfélaginu öllu skilar það sér í verkið. „Það var bæði erfitt og gefandi að leika í verkinu á meðan ég var ólétt að tvíburunum. Sýningin var einhvern veginn á fleiri lögum og dramatíkin dínamískari,“ segir Unnur en áhorfendur voru á sætisbrúninni í vissum senum verksins þegar hún var ólétt og enn dómharðari á Björn í verkinu. Brestir hans nánast flóðlýstir. Og það gerist aftur nú þegar #metoo byltingin skekur samfélagið og þá sérstaklega leikhúsið. „Við áttuðum okkur á því í þessari #metoo umræðu að við erum kannski svolítið vernduð þar sem við höfum verið par í gegnum öll okkar störf. Ég hef verið í sambandi með Bjössa frá því ég var í menntaskóla. Í gegnum allan leiklistarskólann og svo í starfi,“ segir Unnur frá. „Mér hefur fundist sjúklega áhugavert að kanna viðbrögð mín og minna nánustu við #metoo byltingunni. Auðvitað fer maður í smá vörn fyrst. Fær sjokk. Og reynir að minna sig á það góða. Að þetta sé öruggasti vinnustaður í heimi, þar sem er traust, hlýja og mikil vinátta. Leiklistarheimurinn er eins og stór fjölskylda. Ég sagði við Bjössa að ég hefði náttúrulega aldrei lent í neinu. Þá sagði hann. Bíddu, bíddu og fór að telja upp ótal atvik sem ég hafði sagt honum frá. Ég brást enn við í vörn og sagði; já en það skiptir engu máli, því það hafði engin áhrif á mig. Nánd og hlýja er hluti af starfinu og gerir að það verkum að þetta er öðruvísi starf en flest önnur. Við erum alltaf að snertast, taka utan um hvert annað, kynnast náið, horfast í augu. Ef ég er að leika eitthvert hlutverk, tökum sem dæmi hlutverk Nóru í Dúkkuheimilinu, þá byrja ég að tengjast mótleikurum mínum um leið og ég stíg inn í leikhúsið. Maður byrjar að mynda þessi tengsl, gera mótleikarann að manninum mínum. Þetta gerum við til að kemestrían verði rafmögnuð á sviðinu, trúverðug fyrir áhorfendur. Það gerist ekki af sjálfu sér, við vinnum í því, meðvitað og ómeðvitað. Svo verðum við að geta aftengst þegar við förum heim. Við erum alltaf í þessum línudansi, að þenja þessi mörk. Og viljum ekki vera í vopnahléi, á of öruggum stað. Það lærðum við í leiklistarnámi okkar, þetta þarf allt að vera upp á líf og dauða. Við viljum að listin sé spennandi og maður þarf að geta afhjúpað sig, farið inn í kvikuna. Nekt er aukaatriði, það eru tilfinningatengslin sem eru flókin og hin stóra áskorun. Þess vegna er pínu skrítið að allt í einu snýst samfélagsumræðan um að við þurfum að setja skýr mörk, fara ekki yfir línu hvert annars. Ég held að lykilatriðið í leikhúsinu og kvikmyndunum sé að allir aðilar séu með línuna á hreinu, það verður að ríkja fullkomið traust, þá er þetta ekki svona flókið. Við verðum að geta átt samtal um þetta allt saman,“ segir Unnur. „En svo þegar maður fór að hugsa um þessa rótgrónu kynjamenningu kom áfallið. Smám saman. Varnirnar fóru að bresta og maður fór að sjá þetta skýrar. Þetta er misalvarlegt en þessi kvenfyrirlitning er enn til staðar og á engan hátt bundin við leikhúsið. Þetta er alls staðar og er samfélagsmein sem þarf að uppræta. Ég finn fyrir því að vera hrædd við að fara inn í þetta samtal því það er svo erfitt og afhjúpandi. Erfiðast finnst mér að lesa sögur af ungum konum sem verða fyrir áreitni í námi.“Vön því að kryfja þung mál„Fáir af mínum jafnöldrum kannast við að hafa gengið í gegnum svipað í listnámi og ný kynslóð er að gera upp í þessari byltingu,“ segir Björn. „Mér finnst erfitt að heyra um þetta, það má ekki bregðast ungu fólki í námi. Það á alls ekki að ganga út á að brjóta niður fólk í námi. Í mínu listnámi voru margir kennarar að ýta við okkur. Ögra okkur. Senda til manns sendingar. Metnaðurinn var að sprengja rammann, opna tilfinningarófið til að geta sýnt það á sviði. En svo les maður þessar sögur og það virðist vera upplifun margra stelpna að unnið sé á einhverjum einum tóni. Einhvers staðar fer skólinn út af sporinu.“ Unnur tekur undir. „Það verður að ræða þetta. Það er hætt við því að vald og trúnaðartraust sé misnotað. Það þarf að uppræta ákveðinn hugsanagang og ofbeldi. Það mun koma margt gott út úr þessari byltingu, Nú eru til dæmis að fara af stað skýrari verkferlar varðandi þessi mál í leikhúsinu og skólunum. En það sem má ekki gerast er að við verðum púrítönsk. Skáldskapurinn þarf að vera vettvangur til þess að kanna mörk. Það er hlutverk listarinnar að kanna mörk okkar í tilfinningum. Í hjónabandi. Utan þess. Leikarar og listamenn eiga að rannsaka mörk og finna samfélagstenginguna í því samhengi. Þess vegna held ég að það sé brilljant að þetta sé allt að springa út í einu opnu heimssamtali. Trylltir tímar sem við lifum,“ segir Unnur. „Já, við erum vön því að kryfja þung mál í leikhúsinu, eigum samtöl um sorg, ást, misnotkun, ofbeldi. Þessa stóru bagga sem við berum saman. Við erum stöðugt að vinna í þessu innan listarinnar. Það er svo mikilvægt að niðurstaðan verði ekki ritskoðun eða að það megi ekki gera ákveðnar senur í leikhúsinu,“ segir Björn. „Enda snýst þetta ekki um það. Það er svo mikilvægt að þetta verði ekki niðurstaðan. Ég hef núna upp á síðkastið lent nokkrum sinnum í því að fólk, oftast eldri konur, segir við mig: Jæja, nú er erfitt fyrir ykkur karlana. þetta er sagt í svona vorkunnartóni. Okkur er bara enginn vorkunn,“ leggur Björn áherslu á. „Ofbeldi er ofbeldi. Það er engum vorkunn að því að kunna eðlileg mannleg samskipti og sýna virðingu. Þú veist hvenær þú ferð yfir mörkin. Ef þú ætlar að halda því fram að þú þekkir ekki mörkin, þá ertu bara í einhverjum biluðum leik. Ég er ekkert að barma mér neitt. Þessi bylting er geðveik og löngu tímabær.“Unnur og Björn eignuðust tvíbura fyrr á árinu. Unnur hélt hún myndi ekki stíga á leiksviðið aftur. Visir/EyþórFinnur fyrir mótstöðuBjörn finnur fyrir því á sýningunum hvernig áhorfendur skynja persónu hans öðruvísi eftir #metoo byltinguna. „Karakterinn minn er fulltrúi vissrar karlmennsku. Er karlpungur á köflum og veður uppi. Það er meiri mótstaða núna. Það er hlegið aðeins hærra, en það er broddur í því. Þetta verður allt saman svo miklu fáránlegra. Fólk sér sig í þessum aðstæðum og horfist í augu við sjálft sig og kringumstæður sínar.“ „Þetta kallast á við verkið, finnst okkur. Þetta er krefjandi samtal. Uppgjör og það er á okkar allra ábyrgð að gera upp kynjamenninguna,“ segir Unnur. „Maður finnur að fólk alls staðar í samfélaginu er af vilja gert, það er að skoða eigin mörk og annarra,“ segir Björn. Unnur segist vona að konur hætti að leiða hjá sér kvenfyrirlitningu og áreitni sem þær verða fyrir. „Hættum að hlæja að klámbröndurum af meðvirkni. Leiðum ekki hjá okkur þegar það er farið yfir mörkin okkar. Ég er mjög viðkvæm fyrir fórnarlambsvæðingu kvenna, ég vil frekar berjast. Vil að konur gefi sér pláss til að vera aðgangsharðar og já, „erfiðar“!“ Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eignuðust tvíbura á árinu. Því þurfti að gera hlé á sýningum á verkinu Brot úr hjónabandi sem hófust á síðasta ári og slógu í gegn. Nú hafa þau snúið aftur á leiksviðið í þessu verki þar sem samlíf hjóna er undir smásjánni. Unnur og Björn eru nú foreldrar fjögurra barna. Elstur er Dagur tíu ára, Þá Bryndís sem er orðin fimm ára og síðasta vor eignuðust þau tvíbura, þá Stefán og Björn. Þeir eru orðnir níu mánaða gamlir. Hjónin taka þá með sér á veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík og ætlunin er að nýta sér hádegislúrinn sem þeir eru vanir að taka sér til skrafs við blaðamann. „Við fáum mjög mikla hjálp frá foreldrum okkar,“ segir Unnur. „Þegar ég vissi að ég ætti von á tvíburum þá hugsaði ég með mér: Jæja, ég fer ekkert aftur á svið. Nú er þetta búið. En nú er ég bara byrjuð að vinna og það gengur allt saman upp og gefur okkur meira að segja aukinn kraft og innblástur á heimilinu. En það er svolítið klikkað að koma beint úr fæðingarorlofi og skilja við manninn sinn oft í viku,“ segir Unnur frá og vísar í sýninguna og nefnir jafnframt að íslenskir listamenn veki furðu með sinni barnafjöld úti í heimi. „Við þykjum biluð hérna á Íslandi. Úti eiga leikarar og listamenn ekki svona mörg börn, fólk fær bara sjokk þegar það hittir íslenska listamenn. En hér heima virðist þetta ganga. Það er kannski af því að við búum í litlu samfélagi. Hjálpin er víða og nær.“Töluðu við foreldra tvíbura Þau segjast hafa tekið fæðingarorlofið alvarlega. Notið þess að vera með börnunum. „Þetta hefur verið dásamlegur tími. Við fórum í langt og gott fæðingarorlof. Foreldrar okkar hjálpa til, þau taka börnin til skiptis þegar við erum að sýna. Annars gengi þetta ekki upp,“ segir Björn. En forgangsröðunin er breytt. Hún breyttist strax með okkar fyrsta barni. Við erum auðvitað með fjögur börn sem öll eru undir tíu ára aldri. Það er að mörgu að huga. Maður má ekki smyrja sér þunnt. Öll börnin þurfa sína athygli,“ segir Björn um fjölskyldulífið. Tvíburarnir eru ekkert á því að lúra. Finna líklega á sér að það er stuð í bæjarferð. Það er svolítið eins og að fylgjast með loftfimleikaatriði að horfa á Unni og Björn handleika þá litlu. Þeir vilja sitja til skiptis hjá foreldrum sínum. Annar er rólegur og íhugull. Hinn er örari og hreyfir sig öllu kröftuglegar í fangi foreldra sinna. „Það er svolítið tryllt að eiga tvíbura. Aldrei hefði okkar grunað þetta. Þetta er fáránlega skemmtilegt, þetta er tvöföld hamingja. Það eru svo margir sem vorkenna okkur og jafnvel votta okkur samúð sína,“ segir Unnur og hlær. „Við ræddum við ótal tvíburaforeldra til að undirbúa okkur,“ segir Björn frá. „Já, það var ágætis væntingastjórnun,“ segir Unnur. „Eitt foreldranna sagðist ekki muna eftir þremur eða fjórum árum úr lífi sínu,“ segir Björn. „Ég hélt mér hefði misheyrst. Mánuðum?“ spurði ég. „Nei, árum!“ „Og vinur okkar Benedikt Erlings sem á tvíbura, hann sagði bara: Ég samhryggist! Sem var nú sagt í mikilli kaldhæðni eins og honum einum er lagið,“ segir Unnur.Mörkin eru óljós á milli einkalífs og listar í verkinu Brot út hjónabandi.Forgangsröðunin er skýr Unnur hefur verið í tökum á Ófærð 2 meðfram sýningum á Brotum úr hjónabandi og næsta þáttaröð af Föngum, hugarsmíð hennar og Nínu Daggar Filippusdóttur, er í vinnslu. „Tökudagarnir mínir eru mest nálægt borginni og það er virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það er mjög stórt í sniðum, Hollywood-bragur á þessu öllu saman. Gríðarlega mannmargt verkefni, við erum úti í vondu veðri, mikið fjör og svo er bara ótrúleg fagmennska í tökuliðinu og hjá öllum aðstandendum. Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru svo að skrifa handritið að Föngum 2. Við Nína Dögg erum á hliðarlínunni að fylgjast með skrifunum. Það er skapandi og skemmtilegt. Við erum auðvitað með marga bolta á lofti. En forgangsröðunin er skýr hjá mér og Bjössa. Fjölskyldan og börnin eru númer eitt.“Verkið olli skilnaðaröldu Verkið Brot úr hjónabandi er byggt á einu þekktasta verki úr smiðju Ingmars Bergmans. Sjónvarpsþáttaröðinni „Scener ur ett äktenskap“. Verkið fjallaði um hjónabandsvanda fólks og var sýnt árið 1973. Það er karllægt. Það má segja að í verkinu hafi konur horfst í augu við sársaukafullt hlutskipti og óréttlæti og sýningar þáttanna ollu skilnaðaröldu í Svíþjóð. Ólafur Egill Egilsson samdi úr efniviðnum nýja leikgerð. Færði verkið til nútímans í samvinnu við þau Unni og Björn. Í uppfærslunni er verið að leika sér að þeirri staðreynd að Unnur og Björn eru hjón. Að hugmyndinni að verkið gæti eins verið um þau. Það gefur sýningunni sérstakt gildi hvernig samspil þeirra úr einkalífinu smitar af sér í samleik þeirra á sviði. Það þarf líkast til nokkurn kjark til þess að takast á við hlutverkin á þessum forsendum. Að nota einkalíf sitt sem efnivið í leiksýningu. Með því magnast spennan því mörkin færast til. Áhorfendur vita ekki alltaf hvenær Unnur og Björn setja á svið og hvenær þau fella grímuna. Inn í leiksýninguna fléttast í þokkabót myndskeið úr þeirra einkalífi með öðrum sem eru framleidd fyrir sýninguna. Plakatið sjálft fyrir leiksýninguna er stæling á þeirra eigin brúðkaupsmynd.Unnur með Stefán í fanginu og Björn með nafna sinn. Fæðingarorlofið hefur verið ljúft.Afhjúpa sig í listinni„Ég sagði við Bjössa á síðustu sýningu: Það er rosaleg naflaskoðun í gangi í leikhúsinu. Leikur með mörk og markaleysi. Við erum að hleypa fólki í stofuna hjá okkur.“ „Þetta er viðkvæmt í faginu. Að setja eigin persónu í forgrunn,“ segir Björn. „En það er líka tíðarandinn. Það er ákveðið samtal sem á sér stað í samtímamenningu okkar, sem hefur orðið með tilkomu samfélagsmiðla, fjölmiðla. Við sjáum þetta í sjónvarpi, tónlist, bókmenntum. Listamenn taka í auknum mæli líf sitt og afhjúpa sig í listinni. Fjalla um sig sjálfa. Björk Guðmundsdóttir gerir þetta í tónlist sinni á áhrifaríkan hátt. Það er spennandi að taka þátt í þessari þróun. En upp að ákveðnum mörkum. Því það er stuttur vegur á milli þess að fjalla um líf sitt í samhengi og þess að gera það í sjálfhverfu, þetta er viðkvæmur línudans,“ segir hann. „Verkið er ekki líf okkar. Þetta eru ekki orðin okkar. En samt göngum við ansi nærri okkur persónulega. Óli Egill leikstjóri lagði upp með afhjúpandi leikstíl, að búa sem minnst til, ekki sýna heldur vera. Við njótum þeirra forréttinda að vera á besta sviði landsins, litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þar sem ekki þarf að beita þessari stórasviðstækni. Þá er hægt að vera organískur og eðlilegur. Nær kvikmyndaleiksforminu. Þá gefst einnig færið á að færa til mörkin, þannig að áhorfandinn ruglast í ríminu. Skynjar ekki vel hvenær maður er að fella grímuna, þegar það næst er það rafmagnað og spennandi,“ segir Unnur.Úr uppfærslunni af litla sviði Borgarleikhússins.Fannst þeim einhvern tímann erfitt að vinna saman?„Nei, alls ekki. Það er erfitt að vinna í leikhúsi sem er nærgöngull vettvangur ef það er ekki traust eða fólk á ekki samleið. Rekst á. Þá verður allt erfitt. Óbærilega erfitt. Sem betur fer er það algjör undantekning að það gerist. Þá fara allir að hugsa um sjálfa sig,“ segir Unnur. „En þetta er allt til staðar hjá okkur. Við höfum unnið saman í nokkrum verkefnum og það hefur alltaf verið frábær reynsla,“ segir Björn. „Auðvitað er samt mikil áhætta fólgin í því að fara í svona aðgangshart og persónulegt verk. Það var samt aldrei spurning hvort við myndum treysta okkur í þetta,“ bætir Unnur við um samstarf þeirra hjóna.Eins og stór fjölskyldaVerkið hefur flætt með lífi þeirra hjóna og reyndar atburðum í samfélaginu sjálfu. Unnur lék í verkinu þar til hún var orðin kasólétt. Við það myndaðist spenna á sviðinu. Og nú þegar #metoo byltingin er að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og samfélaginu öllu skilar það sér í verkið. „Það var bæði erfitt og gefandi að leika í verkinu á meðan ég var ólétt að tvíburunum. Sýningin var einhvern veginn á fleiri lögum og dramatíkin dínamískari,“ segir Unnur en áhorfendur voru á sætisbrúninni í vissum senum verksins þegar hún var ólétt og enn dómharðari á Björn í verkinu. Brestir hans nánast flóðlýstir. Og það gerist aftur nú þegar #metoo byltingin skekur samfélagið og þá sérstaklega leikhúsið. „Við áttuðum okkur á því í þessari #metoo umræðu að við erum kannski svolítið vernduð þar sem við höfum verið par í gegnum öll okkar störf. Ég hef verið í sambandi með Bjössa frá því ég var í menntaskóla. Í gegnum allan leiklistarskólann og svo í starfi,“ segir Unnur frá. „Mér hefur fundist sjúklega áhugavert að kanna viðbrögð mín og minna nánustu við #metoo byltingunni. Auðvitað fer maður í smá vörn fyrst. Fær sjokk. Og reynir að minna sig á það góða. Að þetta sé öruggasti vinnustaður í heimi, þar sem er traust, hlýja og mikil vinátta. Leiklistarheimurinn er eins og stór fjölskylda. Ég sagði við Bjössa að ég hefði náttúrulega aldrei lent í neinu. Þá sagði hann. Bíddu, bíddu og fór að telja upp ótal atvik sem ég hafði sagt honum frá. Ég brást enn við í vörn og sagði; já en það skiptir engu máli, því það hafði engin áhrif á mig. Nánd og hlýja er hluti af starfinu og gerir að það verkum að þetta er öðruvísi starf en flest önnur. Við erum alltaf að snertast, taka utan um hvert annað, kynnast náið, horfast í augu. Ef ég er að leika eitthvert hlutverk, tökum sem dæmi hlutverk Nóru í Dúkkuheimilinu, þá byrja ég að tengjast mótleikurum mínum um leið og ég stíg inn í leikhúsið. Maður byrjar að mynda þessi tengsl, gera mótleikarann að manninum mínum. Þetta gerum við til að kemestrían verði rafmögnuð á sviðinu, trúverðug fyrir áhorfendur. Það gerist ekki af sjálfu sér, við vinnum í því, meðvitað og ómeðvitað. Svo verðum við að geta aftengst þegar við förum heim. Við erum alltaf í þessum línudansi, að þenja þessi mörk. Og viljum ekki vera í vopnahléi, á of öruggum stað. Það lærðum við í leiklistarnámi okkar, þetta þarf allt að vera upp á líf og dauða. Við viljum að listin sé spennandi og maður þarf að geta afhjúpað sig, farið inn í kvikuna. Nekt er aukaatriði, það eru tilfinningatengslin sem eru flókin og hin stóra áskorun. Þess vegna er pínu skrítið að allt í einu snýst samfélagsumræðan um að við þurfum að setja skýr mörk, fara ekki yfir línu hvert annars. Ég held að lykilatriðið í leikhúsinu og kvikmyndunum sé að allir aðilar séu með línuna á hreinu, það verður að ríkja fullkomið traust, þá er þetta ekki svona flókið. Við verðum að geta átt samtal um þetta allt saman,“ segir Unnur. „En svo þegar maður fór að hugsa um þessa rótgrónu kynjamenningu kom áfallið. Smám saman. Varnirnar fóru að bresta og maður fór að sjá þetta skýrar. Þetta er misalvarlegt en þessi kvenfyrirlitning er enn til staðar og á engan hátt bundin við leikhúsið. Þetta er alls staðar og er samfélagsmein sem þarf að uppræta. Ég finn fyrir því að vera hrædd við að fara inn í þetta samtal því það er svo erfitt og afhjúpandi. Erfiðast finnst mér að lesa sögur af ungum konum sem verða fyrir áreitni í námi.“Vön því að kryfja þung mál„Fáir af mínum jafnöldrum kannast við að hafa gengið í gegnum svipað í listnámi og ný kynslóð er að gera upp í þessari byltingu,“ segir Björn. „Mér finnst erfitt að heyra um þetta, það má ekki bregðast ungu fólki í námi. Það á alls ekki að ganga út á að brjóta niður fólk í námi. Í mínu listnámi voru margir kennarar að ýta við okkur. Ögra okkur. Senda til manns sendingar. Metnaðurinn var að sprengja rammann, opna tilfinningarófið til að geta sýnt það á sviði. En svo les maður þessar sögur og það virðist vera upplifun margra stelpna að unnið sé á einhverjum einum tóni. Einhvers staðar fer skólinn út af sporinu.“ Unnur tekur undir. „Það verður að ræða þetta. Það er hætt við því að vald og trúnaðartraust sé misnotað. Það þarf að uppræta ákveðinn hugsanagang og ofbeldi. Það mun koma margt gott út úr þessari byltingu, Nú eru til dæmis að fara af stað skýrari verkferlar varðandi þessi mál í leikhúsinu og skólunum. En það sem má ekki gerast er að við verðum púrítönsk. Skáldskapurinn þarf að vera vettvangur til þess að kanna mörk. Það er hlutverk listarinnar að kanna mörk okkar í tilfinningum. Í hjónabandi. Utan þess. Leikarar og listamenn eiga að rannsaka mörk og finna samfélagstenginguna í því samhengi. Þess vegna held ég að það sé brilljant að þetta sé allt að springa út í einu opnu heimssamtali. Trylltir tímar sem við lifum,“ segir Unnur. „Já, við erum vön því að kryfja þung mál í leikhúsinu, eigum samtöl um sorg, ást, misnotkun, ofbeldi. Þessa stóru bagga sem við berum saman. Við erum stöðugt að vinna í þessu innan listarinnar. Það er svo mikilvægt að niðurstaðan verði ekki ritskoðun eða að það megi ekki gera ákveðnar senur í leikhúsinu,“ segir Björn. „Enda snýst þetta ekki um það. Það er svo mikilvægt að þetta verði ekki niðurstaðan. Ég hef núna upp á síðkastið lent nokkrum sinnum í því að fólk, oftast eldri konur, segir við mig: Jæja, nú er erfitt fyrir ykkur karlana. þetta er sagt í svona vorkunnartóni. Okkur er bara enginn vorkunn,“ leggur Björn áherslu á. „Ofbeldi er ofbeldi. Það er engum vorkunn að því að kunna eðlileg mannleg samskipti og sýna virðingu. Þú veist hvenær þú ferð yfir mörkin. Ef þú ætlar að halda því fram að þú þekkir ekki mörkin, þá ertu bara í einhverjum biluðum leik. Ég er ekkert að barma mér neitt. Þessi bylting er geðveik og löngu tímabær.“Unnur og Björn eignuðust tvíbura fyrr á árinu. Unnur hélt hún myndi ekki stíga á leiksviðið aftur. Visir/EyþórFinnur fyrir mótstöðuBjörn finnur fyrir því á sýningunum hvernig áhorfendur skynja persónu hans öðruvísi eftir #metoo byltinguna. „Karakterinn minn er fulltrúi vissrar karlmennsku. Er karlpungur á köflum og veður uppi. Það er meiri mótstaða núna. Það er hlegið aðeins hærra, en það er broddur í því. Þetta verður allt saman svo miklu fáránlegra. Fólk sér sig í þessum aðstæðum og horfist í augu við sjálft sig og kringumstæður sínar.“ „Þetta kallast á við verkið, finnst okkur. Þetta er krefjandi samtal. Uppgjör og það er á okkar allra ábyrgð að gera upp kynjamenninguna,“ segir Unnur. „Maður finnur að fólk alls staðar í samfélaginu er af vilja gert, það er að skoða eigin mörk og annarra,“ segir Björn. Unnur segist vona að konur hætti að leiða hjá sér kvenfyrirlitningu og áreitni sem þær verða fyrir. „Hættum að hlæja að klámbröndurum af meðvirkni. Leiðum ekki hjá okkur þegar það er farið yfir mörkin okkar. Ég er mjög viðkvæm fyrir fórnarlambsvæðingu kvenna, ég vil frekar berjast. Vil að konur gefi sér pláss til að vera aðgangsharðar og já, „erfiðar“!“
Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira