Löggjafarsamkundu ruglað við leikskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Stundum ruglast fólk á Aðalþingi og Alþingi. Við getum alveg liðið smá lesblindu, segir leikskólastjórinn Hörður Svavarsson. vísir/anton brink „Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
„Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira