Löggjafarsamkundu ruglað við leikskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Stundum ruglast fólk á Aðalþingi og Alþingi. Við getum alveg liðið smá lesblindu, segir leikskólastjórinn Hörður Svavarsson. vísir/anton brink „Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
„Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira