Vill skoða að takmarka fjölda flugfélaga til Íslands Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 18:22 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur. Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur.
Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48