Vill skoða að takmarka fjölda flugfélaga til Íslands Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 18:22 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur. Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur.
Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48