Vill skoða að takmarka fjölda flugfélaga til Íslands Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 18:22 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur. Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur.
Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48