Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 12:48 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári. Vísir/Pjetur Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“ Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“
Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54