Töluðust ekki við í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 13:46 Kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle og leikarinn Ewan McGregor töluðust ekki við í tvo áratugi vegna ágreinings um hlutverk. Vísir/getty „Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira