Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni en á þessari leiktíð og enn eru níu leikir eftir. Fréttablaðið/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, heldur áfram að fara á kostum með liði sínu Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafnfirðingurinn skoraði sjötta mark sitt á árinu og það áttunda í heildina á tímabilinu þegar hann tryggði velska liðinu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich síðastliðinn laugardag. Gylfi Þór er ein helsta ástæða þess að Swansea fjarlægist falldrauginn, en liðið er nú níu stigum frá fallsvæðinu og þarf eftir því sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, segir aðeins fimm stig til viðbótar til að halda sæti sínu. Aldrei áður hefur verið jafn mikilvægt að halda sér í deildinni, en frá og með næsta tímabili verða meira að segja lélegustu lið úrvalsdeildarinnar á meðal þeirra ríkustu í Evrópu þegar nýr sjónvarpssamningur tekur gildi. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að Gylfi er í jafn miklum ham og raun ber vitni, en þessa stundina eru það Walesverjarnir sem græða á gæðum hans. Síðustu þrjú mörk Gylfa hafa tryggt liðinu fimm mikil væg stig, en hann skoraði einnig jöfnunarmark gegn Everton í lok janúar í sigurleik þar sem Swansea fékk þrjú stig.Aldrei fleiri mörk Þrátt fyrir að níu umferðir séu enn eftir í ensku úrvalsdeildinni er Gylfi Þór nú þegar búinn að bæta persónulegt met sitt í markaskorun. Eftir að byrja afskaplega rólega og vera ólíkur sjálfum sér fyrir áramót eru mörkin í heildina orðin átta í úrvalsdeildinni. Hann skoraði sjö í fyrra sem var jöfnun á persónulegu meti hans. Gylfi sló í gegn þegar hann kom fyrst á láni til Swansea í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabils 2012/2012 og skoraði þá sjö mörk í 18 leikjum. Gylfi hefur aðeins einu sinni skorað meira í efstu deild, en það gerði hann sem leikmaður Hoffenheim í þýsku 1. deildinni tímabilið 2010/2011. Þá skoraði miðjumaðurinn magnaði níu mörk í 29 leikjum. Besti árangur hans í meistaraflokki eru 17 mörk í 38 leikjum fyrir Reading 2009/2010 en það var í næstefstu deild. Í heildina er Gylfi Þór búinn að skora 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni í 137 leikjum sem gerir 0,22 mörk af miðjunni í leik. Ekki slæmt. Hann tók fram úr Heiðari Helgusyni með markinu á móti Crystal Palace á dögunum, en Heiðar skoraði 28 mörk í 96 leikjum (0,30 í leik) fyrir Watford, Fulham, Bolton og QPR á sínum ferli. Eiður Smári Guðjohnsen er markahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni með 55 mörk í 211 leikjum (0,26 í leik) fyrir Chelsea og Tottenham.Gylfi eftir landsleik.vísir/vilhelmÍsland truflaði kannski „Eftir að byrja tímabilið ekki vel hefur Gylfi verið í miklu stuði síðustu vikur og skorað mikilvæg mörk. Ekkert mark þó jafn mikilvægt og sigurmarkið gegn Norwich. Hann var langbesti maður vallarins og kom liðinu lengra frá fallsvæðinu,“ segir velski blaðamaðurinn Stephen Ware í viðtali við Fréttablaðið. Ware er blaðamaður á South Wales Evening Post og hefur það sem aðalstarf að fjalla um Swansea. Hann nefnir tvennt til sögunnar aðspurður hvers vegna hann heldur að Gylfi Þór hafi ekki verið að spila nógu vel fyrir áramót. „Gylfi var spurður að því eftir leikinn á laugardag og sagði nú að hann hefði kippt því í lag ef hann vissi það sjálfur. Ég held að íslenska landsliðið hafi kannski aðeins verið að trufla hann. Það tók vafalítið mikið á bæði andlega og líkamlega að spila svona vel fyrir sína þjóð og koma liðinu á EM. Það er erfitt að spila svona vel fyrir tvö lið á sama tíma,“ segir Ware, en salan á Jonjo Shelvey til Newcastle hjálpaði líka til. „Garry Monk notaði Gylfa með Shelvey á miðjunni og þeir eru frekar svipaðir leikmenn. Báðir vilja fara fram og skora þannig að kannski voru þeir hvor fyrir öðrum. Nú fær Gylfi meira pláss. Hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og skilar miklu til þess. Meira að segja þegar hann var ekki að spila nógu vel hrósaði Garry Monk honum alltaf fyrir hvað hann lagði mikið á sig bæði á æfingum og í leikjum,“ segir Ware.Nógu góður fyrir þau bestu Velski blaðamaðurinn segir lítið slúður í gangi um möguleg félagaskipti Gylfa í sumar. „Það var nú ekki mikið að gerast í síðasta glugga því hann var ekki að spila eins og hann á að sér. Ég veit ekki alveg hvernig hann lítur á þetta og hvort hann vilji fari því hann var náttúrlega áður hjá Tottenham. Þar fékk hann lítið að spila og kannski vill hann ekki taka þá áhættu aftur,“ segir Ware. Ware efast ekki um að Gylfi geti spilað með bestu liðum deildarinnar verði hann til sölu í sumar, en íslenski landsliðsmaðurinn fær auðvitað risastóran glugga til að sanna sig enn frekar á Evrópumótinu í sumar. „Hann getur alveg spilað með fjórum bestu liðunum að mínu mati, en að minnsta kosti topp sex. Gylfi er algjör gæðaleikmaður með frábærar aukaspyrnur. hann skorar mörk af miðjunni og þannig leikmenn eru eftirsóttir,“ segir Stephen Ware. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, heldur áfram að fara á kostum með liði sínu Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafnfirðingurinn skoraði sjötta mark sitt á árinu og það áttunda í heildina á tímabilinu þegar hann tryggði velska liðinu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich síðastliðinn laugardag. Gylfi Þór er ein helsta ástæða þess að Swansea fjarlægist falldrauginn, en liðið er nú níu stigum frá fallsvæðinu og þarf eftir því sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, segir aðeins fimm stig til viðbótar til að halda sæti sínu. Aldrei áður hefur verið jafn mikilvægt að halda sér í deildinni, en frá og með næsta tímabili verða meira að segja lélegustu lið úrvalsdeildarinnar á meðal þeirra ríkustu í Evrópu þegar nýr sjónvarpssamningur tekur gildi. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að Gylfi er í jafn miklum ham og raun ber vitni, en þessa stundina eru það Walesverjarnir sem græða á gæðum hans. Síðustu þrjú mörk Gylfa hafa tryggt liðinu fimm mikil væg stig, en hann skoraði einnig jöfnunarmark gegn Everton í lok janúar í sigurleik þar sem Swansea fékk þrjú stig.Aldrei fleiri mörk Þrátt fyrir að níu umferðir séu enn eftir í ensku úrvalsdeildinni er Gylfi Þór nú þegar búinn að bæta persónulegt met sitt í markaskorun. Eftir að byrja afskaplega rólega og vera ólíkur sjálfum sér fyrir áramót eru mörkin í heildina orðin átta í úrvalsdeildinni. Hann skoraði sjö í fyrra sem var jöfnun á persónulegu meti hans. Gylfi sló í gegn þegar hann kom fyrst á láni til Swansea í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabils 2012/2012 og skoraði þá sjö mörk í 18 leikjum. Gylfi hefur aðeins einu sinni skorað meira í efstu deild, en það gerði hann sem leikmaður Hoffenheim í þýsku 1. deildinni tímabilið 2010/2011. Þá skoraði miðjumaðurinn magnaði níu mörk í 29 leikjum. Besti árangur hans í meistaraflokki eru 17 mörk í 38 leikjum fyrir Reading 2009/2010 en það var í næstefstu deild. Í heildina er Gylfi Þór búinn að skora 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni í 137 leikjum sem gerir 0,22 mörk af miðjunni í leik. Ekki slæmt. Hann tók fram úr Heiðari Helgusyni með markinu á móti Crystal Palace á dögunum, en Heiðar skoraði 28 mörk í 96 leikjum (0,30 í leik) fyrir Watford, Fulham, Bolton og QPR á sínum ferli. Eiður Smári Guðjohnsen er markahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni með 55 mörk í 211 leikjum (0,26 í leik) fyrir Chelsea og Tottenham.Gylfi eftir landsleik.vísir/vilhelmÍsland truflaði kannski „Eftir að byrja tímabilið ekki vel hefur Gylfi verið í miklu stuði síðustu vikur og skorað mikilvæg mörk. Ekkert mark þó jafn mikilvægt og sigurmarkið gegn Norwich. Hann var langbesti maður vallarins og kom liðinu lengra frá fallsvæðinu,“ segir velski blaðamaðurinn Stephen Ware í viðtali við Fréttablaðið. Ware er blaðamaður á South Wales Evening Post og hefur það sem aðalstarf að fjalla um Swansea. Hann nefnir tvennt til sögunnar aðspurður hvers vegna hann heldur að Gylfi Þór hafi ekki verið að spila nógu vel fyrir áramót. „Gylfi var spurður að því eftir leikinn á laugardag og sagði nú að hann hefði kippt því í lag ef hann vissi það sjálfur. Ég held að íslenska landsliðið hafi kannski aðeins verið að trufla hann. Það tók vafalítið mikið á bæði andlega og líkamlega að spila svona vel fyrir sína þjóð og koma liðinu á EM. Það er erfitt að spila svona vel fyrir tvö lið á sama tíma,“ segir Ware, en salan á Jonjo Shelvey til Newcastle hjálpaði líka til. „Garry Monk notaði Gylfa með Shelvey á miðjunni og þeir eru frekar svipaðir leikmenn. Báðir vilja fara fram og skora þannig að kannski voru þeir hvor fyrir öðrum. Nú fær Gylfi meira pláss. Hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og skilar miklu til þess. Meira að segja þegar hann var ekki að spila nógu vel hrósaði Garry Monk honum alltaf fyrir hvað hann lagði mikið á sig bæði á æfingum og í leikjum,“ segir Ware.Nógu góður fyrir þau bestu Velski blaðamaðurinn segir lítið slúður í gangi um möguleg félagaskipti Gylfa í sumar. „Það var nú ekki mikið að gerast í síðasta glugga því hann var ekki að spila eins og hann á að sér. Ég veit ekki alveg hvernig hann lítur á þetta og hvort hann vilji fari því hann var náttúrlega áður hjá Tottenham. Þar fékk hann lítið að spila og kannski vill hann ekki taka þá áhættu aftur,“ segir Ware. Ware efast ekki um að Gylfi geti spilað með bestu liðum deildarinnar verði hann til sölu í sumar, en íslenski landsliðsmaðurinn fær auðvitað risastóran glugga til að sanna sig enn frekar á Evrópumótinu í sumar. „Hann getur alveg spilað með fjórum bestu liðunum að mínu mati, en að minnsta kosti topp sex. Gylfi er algjör gæðaleikmaður með frábærar aukaspyrnur. hann skorar mörk af miðjunni og þannig leikmenn eru eftirsóttir,“ segir Stephen Ware.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira