Telur að flugbíllinn verði að veruleika Sæunn Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Kjartan telur að áhrifin verði mest þar sem eldsneytisnotkunin er mest, í flugvélum vísir/vilhelm „Menn eru rétt að byrja á þessu og eru einfaldlega að fikra sig áfram. En það er eftirtektavert að á síðastliðnu ári hefur tekist að framkvæma kaldan samruna á tilraunastofum. Núna á síðustu árum hefur fjármagnið sem er að fara í þetta aukist ævintýralega. Það eru tvö til þrjú fyrirtæki að reyna að þróa lokafurð til að setja á markað, en það er langt og dýrt ferli,“ segir Kjartan Garðarsson, vélaverkfræðingur. Á miðvikudaginn hélt Kjartan erindi um kaldan samruna í rafiðnðaðarskólanum. Frá 1989 hefur lítill hópur verið að vinna að því að þróa tæknina, en hann er bjartsýnn á að hún nái fótfestu á næstu áratugum. „Ég myndi telja að við myndum sjá prótótýpu innan tveggja ára, hún myndi framleiða rafmagn í 80-200 kílówött. Það myndi duga í bíl.“ Kjartan segir að kaldur samrunni hafi margt umfram núverandi orkugjafa. „Nútímakjarnorka er til að mynda búin að vera úrelt í 40 til 50 ár. Þetta verður umhverfisbylting. Við munum losna við að brenna allt kolefniseldsneyti. Þetta mun gera alla endurvinnslu miklu hagkvæmari en hún er núna.“Kjartan Garðarsson, vélaverkfræðingur.Mynd/KGKjartan telur að almenn notkun verði á köldum samruna eftir áratug. „Þetta er orkubyltingin mikla sem er að dembast yfir okkur. Þetta er bara handan við hornið. Orkurfyrirtækin verða ekki til eins og við þekkjum þau í framtíðinni, ég spá því að þau hverfi á næstu 25 árum.“ Hann bendir þó á að stór hópur eigi hagsmuni að gæta gegn þróuninni, til að mynda olíufélögin. „Þessi nýju tæki eru ekki risastór eins og kjarnorkuver nútímans. Þetta er örlítil tækni, það sem Sveinn Ólafsson er að vinna að er pínulítið og gæti rúmast í einni tölvu eða farsíma. Ef það tekst þá hverfa batteríin að mestu leyti." Hann telur að eftir 20 til 25 ár verði orkufrek tæki eins og bílar, eldavélar og tölvur seld með orkunni sem þau þurfa að nota á sínum líftíma. Áhrifin verði þó mest í flugvélunum því þar séu hagsmunirnir langmestir. Þegar tæknin kemst á flug telur Kjartan að næg orka verði til staðar á lágu verði. Hann telur því að flugbíllinn muni koma til almennings. Hann sé mjög orkufrekt tæki en þegar orkan komi verði hann að veruleika. Hvað er kaldur samrunni? Kaldur samruni hefur lengi þótt ólíklegur. Samkvæmt Vísindavefnum er átt við kjarnasamruna sem felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Heitur samruni framkallast í vetnissprengjum. Samkvæmt Náttúru.is myndar kaldur samruni andstætt „hefðbundnum“ samruna enga geislavirkni því nevtrónurnar fara sér hægt. NASA á sér þann draum að einhverntíma verði svona orkugjafi í öllum farartækjum á hverju heimili.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Menn eru rétt að byrja á þessu og eru einfaldlega að fikra sig áfram. En það er eftirtektavert að á síðastliðnu ári hefur tekist að framkvæma kaldan samruna á tilraunastofum. Núna á síðustu árum hefur fjármagnið sem er að fara í þetta aukist ævintýralega. Það eru tvö til þrjú fyrirtæki að reyna að þróa lokafurð til að setja á markað, en það er langt og dýrt ferli,“ segir Kjartan Garðarsson, vélaverkfræðingur. Á miðvikudaginn hélt Kjartan erindi um kaldan samruna í rafiðnðaðarskólanum. Frá 1989 hefur lítill hópur verið að vinna að því að þróa tæknina, en hann er bjartsýnn á að hún nái fótfestu á næstu áratugum. „Ég myndi telja að við myndum sjá prótótýpu innan tveggja ára, hún myndi framleiða rafmagn í 80-200 kílówött. Það myndi duga í bíl.“ Kjartan segir að kaldur samrunni hafi margt umfram núverandi orkugjafa. „Nútímakjarnorka er til að mynda búin að vera úrelt í 40 til 50 ár. Þetta verður umhverfisbylting. Við munum losna við að brenna allt kolefniseldsneyti. Þetta mun gera alla endurvinnslu miklu hagkvæmari en hún er núna.“Kjartan Garðarsson, vélaverkfræðingur.Mynd/KGKjartan telur að almenn notkun verði á köldum samruna eftir áratug. „Þetta er orkubyltingin mikla sem er að dembast yfir okkur. Þetta er bara handan við hornið. Orkurfyrirtækin verða ekki til eins og við þekkjum þau í framtíðinni, ég spá því að þau hverfi á næstu 25 árum.“ Hann bendir þó á að stór hópur eigi hagsmuni að gæta gegn þróuninni, til að mynda olíufélögin. „Þessi nýju tæki eru ekki risastór eins og kjarnorkuver nútímans. Þetta er örlítil tækni, það sem Sveinn Ólafsson er að vinna að er pínulítið og gæti rúmast í einni tölvu eða farsíma. Ef það tekst þá hverfa batteríin að mestu leyti." Hann telur að eftir 20 til 25 ár verði orkufrek tæki eins og bílar, eldavélar og tölvur seld með orkunni sem þau þurfa að nota á sínum líftíma. Áhrifin verði þó mest í flugvélunum því þar séu hagsmunirnir langmestir. Þegar tæknin kemst á flug telur Kjartan að næg orka verði til staðar á lágu verði. Hann telur því að flugbíllinn muni koma til almennings. Hann sé mjög orkufrekt tæki en þegar orkan komi verði hann að veruleika. Hvað er kaldur samrunni? Kaldur samruni hefur lengi þótt ólíklegur. Samkvæmt Vísindavefnum er átt við kjarnasamruna sem felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Heitur samruni framkallast í vetnissprengjum. Samkvæmt Náttúru.is myndar kaldur samruni andstætt „hefðbundnum“ samruna enga geislavirkni því nevtrónurnar fara sér hægt. NASA á sér þann draum að einhverntíma verði svona orkugjafi í öllum farartækjum á hverju heimili.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira