Innlent

Bátur steytti á skeri við Álftanes

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum í dag.
Frá björgunaraðgerðum í dag. mynd/jónas guðmundsson
Bátaflokkar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðir út rétt um klukkan 16 í dag þegar tilkynning barst um bát sem steytti á skeri við Álftanes. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Einn maður var um borð í bátnum sem er 15 tonna plastbátur en fyrsta björgunarskip Landsbjargar kom á staðinn rétt fyrir klukkan 16.30 og svo fleiri í kjölfarið. Var báturinn þá farinn að snúast á skerinu og losnaði fljótlega eftir það, nokkuð laskaður. Dælan sem var um borð í bátnum hafði rétt svo undan og var því dæla björgunarskipsins einnig notuð.

Báturinn var svo tekinn á hliðina á björgunarbáti og siglt var með hann í höfn í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×