Skákmeistarar lofa tilþrifum Svavar Hávarðsson skrifar 21. maí 2016 10:00 Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. Vísir/Anton Brink Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira