Skákmeistarar lofa tilþrifum Svavar Hávarðsson skrifar 21. maí 2016 10:00 Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. Vísir/Anton Brink Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira