Innlent

Styrkur svifryks undir mörkum í Reykjavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugeldum og brennum gærkvöldsins fylgdi nokkuð svifryk.
Flugeldum og brennum gærkvöldsins fylgdi nokkuð svifryk. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Styrkur svifryks í andrúmsloftinu í Reykjavík mældist 363 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Þetta er meiri styrkur en mældist fyrstu klukkustundir síðustu tveggja ára. Sólarhringsstyrkur svifryks verður þó undir heilsuverndarmörkum fyrsta dag ársins í Reykjavík en í dag klukkan fimm var meðaltalsstyrkur við Grensásveg 33 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru fimmtíu míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×