Innlent

Of seinn á fund og gripinn á 130 kílómetra hraða á Hringbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hefur náð fleirum við of hraðan akstur.
Lögreglan hefur náð fleirum við of hraðan akstur. vísir/Anton brink
Tvítugur piltur var tekinn á 133 kílómetra hraða á Hringbraut í Reykjavík á níunda tímanum á morgun. Var hann tekinn skammt frá Bjarkargötu en þar gildir sextíu kílómetra hámarkshraði.

Pilturinn, sem var allsgáður, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum en aðspurður um hraðaksturinn sagðist pilturinn hafa verið að flýta sér á áríðandi fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×