Innlent

Guðni og Eliza mætt á Sólheima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetahjónin í Sólheimum klukkan ellefu í morgun þar sem gestgjafarnir héldu sumir hverjir á íslenskum fána enda hátíð í bæ.
Forsetahjónin í Sólheimum klukkan ellefu í morgun þar sem gestgjafarnir héldu sumir hverjir á íslenskum fána enda hátíð í bæ. Vísir/GVa
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru mætt á Sólheima í Grímsnesi sem er þeirra fyrsta heimsókn í embættistíð Guðna sem hófst formlega með innsetningarathöfn á mánudag. Þar munu þau snæða hádegisverð með íbúum, skoða sýningar, vinnustofur og verkstæði. Heimsókninni mun ljúka með samverustund í Sólheimakirkju.

Á Facebook-síðu Sólheima segir að það sé mikill heiður að Sólheimar sé fyrsti viðkomustaður þeirra hjóna. Eliza og Guðni verða á faraldsfæti næstu daga og munu meðal annars sækja Fiskidaginn á Dalvík auk þess sem Guðni mun flytja ávarp í Gleðigöngunni í Reykjavík á laugardaginn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×