Innlent

11 kynferðisbrot á tveimur vikum í júlí

Rætt verður við verkefnastýru neyðarmóttökunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Rætt verður við verkefnastýru neyðarmóttökunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. VÍSIR/PJETUR
Sex kynferðisbrot komu á borð neyðarmóttöku Landspítala um og eftir helgina en þetta er önnur helgin í sumar sem svo mörg mál koma upp. Að auki komu 11 mál á borð móttökunnar, fyrstu tvær vikurnar í júlí.

Rætt verður við verkefnastýru neyðarmóttökunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hún segir það koma sér á óvart að mál helgarinnar hafi verið svo mörg í ljósi þeirrar háværu umræðu sem skapaðist í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×