Innlent

Stöðvaði umferð á Reykjanesbraut á nærbuxunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Pjetur
Ungur maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn á Reykjanesbraut við Bílaapótekið í Hæðasmára í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var einungis í nærbuxum og bol og gekk fyrir umferð. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki meðferðis, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Maðurinn var vistur í fangageymslu á meðan ástand hans lagast.

Þá var ungur piltur handtekinn á skólaballi í Austurborginni, en hann gat ekkert tjáð sig sökum ölvunar, var klæða lítill og hafði engin skilríki meðferðis. Hann var færður í fangageymslu.

Fleiri voru í annarlegu ástandi í gær, ef marka má dagbók lögreglu. Drukkið par var handtekið í Kringlunni á fimmta tímanum í gær grunað um þjófnað, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og ofbeldi gegn lögreglu. Voru þau jafnframt vistuð í fangageymslu.

Þá hafði lögregla afskipti af mjög ölvuðum manni við Laugaveg þar sem hann lá ósjálfbjarga á gangstétt. Maðurinn vildi ekki gefa upp nafn og fékk hann því að gista fangageymslur.

Tveir voru handteknir í gærkvöldi og nótt vegna gruns um heimilisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×