Innlent

Fyrsta septemberhelgi ársins ágæt en syrtir í álinn á mánudag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Búist er við hvassviðri og úrhellisrigningu á mánudag.
Búist er við hvassviðri og úrhellisrigningu á mánudag. vísir/anton brink
Ágætt veðurútlit er fyrir fyrstu septemberhelgi ársins en á mánudag syrtir þó í álinn þegar fyrsta haustlægðin kemur með suðaustanhvassviðri og úrhellisrigningu.

Nú um helgina verður bjart með köflum en stöku skúrir sunnan- og vestanlands og áfram þokkalegar hitatölur yfir daginn, eða í kringum sjö til fjórtán stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag er búist við suðaustanhvassviðri eða –stormi með talsverðri rigningu, en lengst af hægara og úrkomuminna fyrir norðan, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Hiti tíu til fimmtán stig. Dregur heldur úr vindi og vætu þegar líður á vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×