Innlent

Hópslysaæfing í Aðaldal á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Þarna mun verða sviðsett stórt rútuslys með allt að 30 manns.
Þarna mun verða sviðsett stórt rútuslys með allt að 30 manns. Vísir/Stefán
Almannavarnir Þingeyinga munu ásamt öllum viðbragðsaðilum á svæðinu standa fyrir hópslysaæfingu í Aðaldal á morgun.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að gera megi ráð fyrir að allt að hundrað manns taki þátt í æfingunni auk leikara sem taki að sér að leika þolendur.

„Þarna mun verða sviðsett stórt rútuslys með allt að 30 manns. Auk viðbragðsaðila á svæði almannavarna Þingeyinga mun Samhæfingarmiðstöðin Skógarhlíð, LHS og Landhelgisgæsla Íslands taka þátt í æfingunni. Þennan dag má því gera ráð fyrir einhverri truflun á umferð á þessu svæði.

Æfingin er liður í innleiðingu á viðbragðsáætlun vegna hópslysa sem verið hefur í vinnslu í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra síðastliðna mánuði,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×