Innlent

Fjörutíu prósent aukning í sölu nýrra fólksbíla

Nýskráningum fólksbíla það sem af er ári hefur fjölgað um 38,2 prósent. Fréttablaðið/Anton Brink
Nýskráningum fólksbíla það sem af er ári hefur fjölgað um 38,2 prósent. Fréttablaðið/Anton Brink
Bílar Nýskráningum fólksbíla í ágúst fjölgaði um 40,3 prósent, samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1181 nýir fólksbílar í ágúst árið 2016 samanborið við 842 í ágúst árið 2015, segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Það sem af er ári hefur verið 38,2 prósent aukning í nýskráningum bíla, miðað við fyrra ár. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 14.918 á móti 10.794 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 4124 bíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári og með áframhaldandi góðri sölu á nýjum bílum ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. – sg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×